Spurning
Hagstofa Evrópusambandsins
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Hagstofa Evrópusambandsins (e. Eurostat) er staðsett í Lúxemborg og var stofnuð árið 1953 á tímum Kola- og stálbandalagsins. Stofnunin er samstarfsvettvangur Evrópuþjóða í hagskýrslumálum og heldur stofnunin utan um margþættar hagtölur aðildarríkja ESB, umsóknarríkja ESB og EFTA-ríkjanna á fjölmörgum sviðum efnahags-, félags og umhverfismála. Hagtölurnar liggja til grundvallar stefnumótun og ákvarðanatöku í stofnunum ESB en þær eru jafnframt aðgengilegar almenningi. Meginmarkmið stofnunarinnar er að allar hagtölur, sem innlendar hagstofur samstarfsríkjanna safna saman og senda Eurostat, séu sambærilegar svo hægt sé að gera raunhæfan samanburð milli ríkja og ríkjahópa. Hagstofur samstarfsríkjanna starfa því samkvæmt sameiginlegum reglum ESB um flokkanir, aðferðir, skýringargreiningu og vinnubrögð við söfnun hagtalna. Þeim hagtölum sem stofnunin safnar er gróflega hægt að skipta niður í eftirtalda flokka:- Stefnuviðmið ESB
- Atvinnulíf og fjármál
- Atvinnugreinar, viðskipti og þjónusta
- Utanríkisviðskipti
- Umhverfis- og orkumál
- Hagtölur eftir landsvæðum
- Mannfjölda og félagsmál
- Landbúnaður og sjávarútvegur
- Samgöngur, vísindi og tækni
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur11.1.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB Eurostat hagstofa Evrópusambandsins Hagstofa Íslands hagtölur atvinnulíf og fjármál viðskipti þjónusta umhverfis- og orkumál hagtölur eftir landsvæðum mannfjöldi félagsmál samgöngur vísindi og tækni
Tilvísun
Evrópuvefur. „Hagstofa Evrópusambandsins“. Evrópuvefurinn 11.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64135. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?
- Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi?
- Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?
- Hver eru sex fjölmennustu löndin í Evrópu og hver er íbúaþéttleiki þeirra?
- Hvar eru höfuðstöðvar Evrópusambandsins?
- Geta Íslendingar gert sér vonir um styrki frá ESB upp í ferðakostnað milli Íslands og Evrópu sökum fjarlægðar?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela