Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang að innri markaði ESB. Í raun væri Ísland í sömu stöðu og ef viðræðurnar hefðu aldrei verið hafnar eða ef meirihluti þjóðarinnar hafnaði aðildarsamningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eini munurinn er sá að ef viðræðum yrði slitið þá lægi ekki fyrir nein endanleg niðurstaða úr samningaviðræðunum. Ítarlegri umfjöllun um rökin sem færð hafa verið fyrir því að hætta aðildarviðræðunum má finna í svari við spurningunni Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?- Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál 2013. (Skoðað 15.03.2013).
- Staða viðræðna eftir samningsköflum - viðdræður.is. (Skoðað 19.10.2013).
- Jóhanna Sigurðardótti og José Manuel Barroso - ec.europa.eu. (Sótt 19.10.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.3.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB íslensk stjórnvöld EES-samningurinn aðildarsamningur slíta sækja um aðildarviðræður aðildarferli viðræður Evrópusambandið
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?“. Evrópuvefurinn 15.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64125. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?
- Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?
- Verða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um væntanlegan aðildarsamning Íslands að ESB ekki örugglega bindandi?
- Er einhver ástæða fyrir því að einstakir kaflar eru opnaðir á undan öðrum í samningaviðræðum ESB og Íslands? Hvers vegna á til dæmis enn eftir að opna veigamikla kafla, svo sem um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál?
- Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?
- Hversu margir íslenskir embættismenn starfa á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-samninginn? Hver yrði heildarfjölgun starfsmanna, ef Ísland gengi í ESB?