Í hvaða samningsköflum fer Ísland hvorki fram á aðlögun, undanþágur né sérlausnir?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Í fjórtán samningsköflum, sem taldir eru upp hér að neðan, er opinber samningsafstaða Íslands sú að regluverk Evrópusambandsins er samþykkt án óska um undanþágur, sérlausnir eða aðlögun.- fallist á regluverk Evrópusambandsins í viðkomandi köflum eins og það var á tilteknum degi (tekin er fram dagsetning rýnifundar viðkomandi kafla) og
- muni hafa lokið við innleiðingu á öllu regluverki, sem fellur undir viðkomandi kafla fram til þess dags og ekki hefur verið innleitt, við aðild.
- 2. kafli: Frelsi launþega til flutninga
- 5. kafli: Opinber innkaup
- 6. kafli: Félagaréttur
- 7. kafli: Hugverkaréttur
- 8. kafli: Stefna í samkeppnismálum
- 10. kafli: Upplýsingasamfélagið og fjölmiðlar
- 19. kafli: Félagsmál og vinnumál
- 20. kafli: Atvinnu- og iðnstefna
- 21. kafli: Samevrópsk net
- 23. kafli: Réttarvarsla og grundvallarréttindi
- 25. kafli: Vísindi og rannsóknir
- 26. kafli: Menntun og menning
- 28. kafli: Neytenda- og heilsuvernd
- 31. kafli: Utanríkis-, öryggis- og varnarmál
Ákvæði sáttmálans um sameiginlega stefnu í öryggis- og varnarmálum hafa ekki áhrif á sérstöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum, sem herlaust land. Ísland mun, í samræmi við ákvæði sáttmálanna, viðhalda valdheimildum sínum í öryggis- og varnarmálum.Nánar er fjallað um samningsafstöðu Íslands í kaflanum í svari við spurningunni Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?
- Staða viðræðna eftir samningsköflum. (Sótt 18.01.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur18.1.2013
Flokkun:
Efnisorð
aðildarviðræður samningaviðræður samningsafstaða semja aðlögun undanþágur sérlausnir samningskafli EES-samningurinn
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Í hvaða samningsköflum fer Ísland hvorki fram á aðlögun, undanþágur né sérlausnir?“. Evrópuvefurinn 18.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64177. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?
- Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?
- Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?
- Eru refa- og minkaveiðar ólöglegar samkvæmt reglum ESB?
- Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugli verða bannaðar. Er þetta rétt?
- Er kostnaður Íslands í samningaferli við ESB einhver eða borgar ESB fyrir ferlið?