Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um fjármálaþjónustu?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Samningskaflinn um fjármálaþjónustu heyrir að öllu leyti undir EES-samninginn og Ísland innleiðir því lög og reglugerðir kaflans með reglubundnum hætti. Í samningsafstöðu sinni samþykkir Ísland regluverk kaflans og segist búa yfir fullnægjandi stofnanakerfi til framkvæmdar hans en fer fram á eina aðlögun. Nánar tiltekið fer Ísland fram á að Viðlagatrygging Íslands, sem veitir tryggingu vegna tjóns af völdum náttúruhamfara, verði undanþegin tilskipuninni um Gjaldþolsáætlun II.- Samningsafstaða kafli 9. (Skoðað 31.01.2013).
- Rýniskýrsla samningahóps um fjármálaþjónustu. (Skoðað 31.01.2013).
- Tilkynning ráðs ESB: "Þriðja ríkjaráðstefna Íslands og ESB í Brussel, 24. október 2012". (Skoðað 31.01.2013).
- Bayern Versicherung - Versicherungsbüro Markus Wahmhoff in Germaringen. (Sótt 01.02.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 1.2.2013
Flokkun:
Efnisorð
aðildarviðræður samningskafli fjármálaþjónusta viðræður EES-samningurinn ríkjaráðstefna samninganefnd samningsafstaða aðlögun Viðlagatrygging Íslands fjórfrelsið innri markaðurinn
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um fjármálaþjónustu?“. Evrópuvefurinn 1.2.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64263. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?
- Í hvaða samningsköflum fer Ísland hvorki fram á aðlögun, undanþágur né sérlausnir?
- Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?
- Er einhver ástæða fyrir því að einstakir kaflar eru opnaðir á undan öðrum í samningaviðræðum ESB og Íslands? Hvers vegna á til dæmis enn eftir að opna veigamikla kafla, svo sem um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál?
- Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um frjálsa vöruflutninga?
- Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?
Ekkert um verðtrygginguna?
Sæll Guðmundur og takk fyrir innleggið.
Ekki er fjallað um verðtrygginguna í 9. kafla en tekið skal fram að Ísland þarf ekki að semja um verðtrygginguna við ESB þar sem breytinga á henni eða afnámi hennar er ekki krafist við inngöngu í sambandið. Í rýniskýrslu samningahóps um efnahags- og peningamál (17. kafli) er þó bent á að „það þyrfti að skoða hvort heppilegt er að gera vissar breytingar á regluverki um fjármálakerfi áður en að aðild að ESB og evrusvæði kemur, jafnvel þótt þeirra sé ekki krafist og þær þurfi ekki að semja um. Þar má t.d. nefna hvort breytingar þurfi að gera á uppgreiðsluákvæðum lánasamninga (t.d. Íbúðalánasjóðs) ásamt meðhöndlun verðtryggingar og vaxta á krónulánum“ (sbr. liðurinn "önnur atriði", bls. 26). Málefni verðtryggingarinnar heyra því frekar undir kafla 17 um efnahags- og peningamál.Hérna er það sem stendur undir þessum lið í rýniskýrslunni, nákvæmlega ein málsgrein:
Það þyrfti að skoða hvort heppilegt er að gera vissar breytingar á regluverki um fjármálakerfi áður en að aðild að ESB og evrusvæði kemur, jafnvel þótt þeirra sé ekki krafist og þær þurfi ekki að semja um. Þar má t.d. nefna hvort breytingar þurfi að gera á uppgreiðsluákvæðum lánasamninga (t.d. Íbúðalánasjóðs) ásamt meðhöndlun verðtryggingar og vaxta á krónulánum. Er þetta allt saman, eða hvað?