Skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis hér á landi af hvaða lyfjaheildsala á EES-svæðinu hann kaupir lyf?
Spyrjandi
Jón Örn Árnason
Svar
Já, það skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis af hvaða lyfjaheildsala hann kaupir lyf sem flutt eru til Íslands. Það nægir ekki að lyfið sjálft hafi fengið miðlægt markaðsleyfi sem gildir á öllu EES-svæðinu heldur þarf einnig að tryggja að farið sé eftir reglum um dreifingarferil lyfjanna. Allir sem koma að lyfjadreifingu þurfa tilskilin leyfi. Lyfjaframleiðendur þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur fyrir markaðssetningu nýrra lyfja. Lyfjaheildsalar þurfa að uppfylla tiltekin lágmarksskilyrði til þess að fá dreifingarleyfi. Sá sem hefur leyfi eða rétt til að afgreiða lyf til neytenda þarf síðan að geta lagt fram nauðsynlegar upplýsingar um lyfin og lyfjaheildsalann þannig að hægt sé að kortleggja dreifingarferlið.- að umsækjandi hafi til umráða hentugt og fullnægjandi athafnasvæði, mannvirki og búnað þannig að hægt sé að geyma lyfin og dreifa þeim á réttan hátt (a-liður 5. gr.);
- að hjá fyrirtækinu starfi ábyrgðarhafi sem ber ábyrgð á að öllum lögum og reglum sé fylgt (b-liður 5. gr.);
- að eftirlitsmönnum sé veittur aðgangur að athafnasvæðinu, mannvirkjunum og búnaðinum á hvaða tíma sem er (a-liður 6. gr.);
- að aðeins sé tekið við lyfjabirgðum frá þeim sem eru sjálfir handhafar dreifingarleyfis (b-liður 6. gr.);
- að lyf séu afgreidd aðeins til þeirra sem eru sjálfir handhafar dreifingarleyfis eða hafa leyfi eða rétt til að afgreiða lyf til neytenda (c-liður 6. gr.);
- að neyðaráætlun sé tiltæk sem tryggir árangursríka innköllun af markaðnum ef lögbær yfirvöld skipa svo fyrir eða það gert í samvinnu við framleiðanda eða handhafa markaðsleyfis fyrir viðkomandi lyfi (d-liður 6. gr.);
- að viðkomandi haldi skrár, annaðhvort í formi innkaupa- eða sölureikninga eða í tölvutæku formi eða á annan hátt, þar sem fram koma að minnsta kosti eftirfarandi upplýsingar um öll móttekin og afhent lyf (sbr. e-liður 6. gr.):
- dagsetning,
- heiti lyfsins,
- móttekið eða afhent magn,
- nafn og heimilisfang birgis eða viðtakanda eftir því sem við á;
- að allar skrár séu tiltækar lögbærum yfirvöldum í fimm ár vegna eftirlits (f-liður 6. gr.);
- að farið sé eftir meginreglum og viðmiðunarreglum um góðar starfsvenjur við dreifingu lyfja sem framkvæmdastjórnin birtir (g-liður 6. gr.).
Skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis hér á landi af hvaða lyfjaheildsala innan EES-svæðis hann kaupir lyf sem hefur hlotið markaðsleyfi sem gildir þá á öllu EES-svæðinu?Mynd:
- GMPs Archives: FDA Lawyers Blog. (Sótt 27.3.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.3.2013
Flokkun:
Efnisorð
EES lyf lyfsöluleyfi markaðsleyfi Lyfjastofnun dreifingarferill rekjanleiki flutningur kröfur tilskipun lög reglugerðir Ísland lyfjaheildsala lyfsala
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis hér á landi af hvaða lyfjaheildsala á EES-svæðinu hann kaupir lyf?“. Evrópuvefurinn 27.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64806. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvað er Lyfjastofnun Evrópu og hvert er hlutverk hennar?
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hvert er eðli EES-samningsins?
- Munu vísindamenn á Íslandi fá fleiri styrki eða frekari aðgang að sjóðum ESB ef Ísland gerist fullgildur aðili að ESB?
- Eru íslensk fyrirtæki samkeppnishæf innan ESB?
- Hvaða réttarstöðu hafa menntaðir nálastungulæknar í Evrópu?