Ætlar ESB að setja verndartoll á innflutning sólarrafhlaða frá Kína til að vernda þennan iðnað heima fyrir?
Spyrjandi
Gunnar Geir Kristjánsson
Svar
Já, það er rétt að Evrópusambandið hefur síðastliðið rúmt ár haft í hyggju að setja verndartolla á innfluttar sólarrafhlöður og sólskildi frá Kína til að verja evrópskan iðnað. Iðnaðarsamtökin EU ProSun lögðu inn kvörtun í júlí 2012 vegna undirboðs kínverskra framleiðenda. Kínverskar sólarrafhlöður, sem eiga um 65% hlutdeild á innri markaði ESB, voru seldar á allt að 88% lægra verði en sambærileg evrópsk framleiðsla. Framkvæmdastjórnin ákvað því að hefja tvær rannsóknir vegna undirboðs og niðurgreiðslu á kínverskum rafhlöðum og sólskjöldum í september og nóvember árið 2012. Í byrjun júní 2013 tilkynnti framkvæmdastjórnin að lægri bráðabirgðatollur upp á 11,8%, sem mundi gilda í tvo mánuði, yrði lagður á kínverskar sólarrafhlöður og sólskildi. Þá mundu hærri tollar, milli 37,3% og 67,9% eftir því hvaða kínverska fyrirtæki ætti í hlut, taka gildi 6. ágúst 2013. Samningar náðust hins vegar milli framkvæmdastjórnarinnar og kínverskra stjórnvalda áður en tollurinn var lagður á eftir að kínversk stjórnvöld og framleiðslufyrirtæki féllust á ákveðið lágmarksverð og innflutningstakmarkanir.- Almennur tollur upp á 47,7% er lagður á kínversk fyrirtæki sem tóku fúslega þátt í rannsóknum framkvæmdastjórnarinnar.
- Tollur upp á 64,9% er lagður á sólarrafhlöðuvörur þeirra kínverskra fyrirtækja sem voru ekki samvinnufús í rannsóknum framkvæmdastjórnarinnar.
- Varanlegir tollar vegna undirboðs milli 27,3% og 64,9% eru lagðir á þau fyrirtæki sem voru samvinnuþýð á meðan rannsóknum stóð, á meðan eftirstæður tolllur upp á 53,4% er lagður á sólarrafhlöður þeirra fyrirtækja sem tóku ekki þátt í rannsóknunum.
- Varanlegir tollar vegna niðurgreiðslu kínverska ríkisins milli 0% (fyrir fyrirtæki á borð við Delsolar) og 3,5% og 11,5% verða lagðir á fyrirtæki sem tóku þátt í rannsóknum framkvæmdastjórnarinnar, á meðan eftirstæður tollur upp á 11,5% er lagður á þau fyrirtæki sem tóku ekki þátt í rannsóknunum.
- EUROPA - PRESS RELEASES - Press release - EU imposes definitive measures on Chinese solar panels, confirms undertaking with Chinese solar panel exporters. (Skoðað 5.12.2013).
- China - Trade - European Commission. (Skoðað 20.11.2013).
- EU won´t impose provisional duties on Chinese solar panels | Reuters. (Skoðað 20.11.2013).
- China-EU Solar Panel Deal Avoids Tariffs With Import Cuts - Bloomberg. (Skoðað 20.11.2013).
- European Commission adopts price undertaking in EU-China solar panels case - Trade - European Commission. (Skoðað 20.11.2013).
- European Commission continues anti-subsidy investigation on solar panels from China without duties - Trade - European Commission. (Skoðað 20.11.2013).
- EU initiates anti-dumping investigation on solar panel imports from China - Trade - European Commission. (Skoðað 20.11.2013).
- European Commission Approves Chinese Solar-Panel Pact. (Skoðað 20.11.2013).
- EU delays imposing tariffs on Chinese solar panels | South China Morning Post. (Skoðað 20.11.2013).
- EU Tries to Defuse Chinese Solar-Panel Dispute - WSJ.com. (Skoðað 20.11.2013).
- The Solar Power Pool, with geodata. (Sótt 21.11.2013).
Ég las að ESB hyggist setja verndartoll á innflutning sólarrafhlaða frá Kína. - Þetta er sagt til að verja þennan iðnað í ESB-ríkjunum. Er það rétt?, og megum við búast við sambærilegu hérlendis?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur13.12.2013
Flokkun:
Efnisorð
sólarrafhlöður sólskildi verndartollar niðurgreiðsla ESB Kína iðnaðarsamtök framkvæmdastjórnin bráðabirgðatollur innflutningstakmarkanir
Tilvísun
Arnar Steinn Þorsteinsson. „Ætlar ESB að setja verndartoll á innflutning sólarrafhlaða frá Kína til að vernda þennan iðnað heima fyrir?“. Evrópuvefurinn 13.12.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65005. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Arnar Steinn ÞorsteinssonBA í kínversku,MA-nemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands