Spurning
Evrópski fjármálastöðugleikasjóðurinn
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Evrópski fjármálastöðugleikasjóðurinn (e. European financial stability facility, EFSF) var stofnaður á grundvelli ákvörðunar Efnahags- og fjármálaráðs Evrópusambandsins (e. Ecofin Council) þann 9. maí 2010. Sjóðnum var komið á fót tímabundið en í október 2010 var ákveðið að stofna varanlegan björgunarsjóð undir nafninu evrópska stöðugleikakerfið sem tók gildi í lok árs 2012. Fjármálastöðugleikajóðurinn var fromlega leystur af hólmi 1. júlí 2013 og getur hann ekki veitt öðrum ríkjum en þeim sem þyggja nú þegar aðstoð ný lán. Markmið sjóðsins á meðan hann var starfræktur var að vinna að fjármálastöðugleika í Evrópusambandinu með því að veita ríkjum á evrusvæðinu fjárhagsaðstoð. Til að ná því markmiði:- Veitti sjóðurinn ríkjum í fjárhagserfiðleikum lán.
- Greip inn í bæði frum- og eftirmarkað fyrir ríkisskuldabréf, en aðeins á grundvelli greiningar Seðlabanka Evrópu, þar sem sýnt var fram á sérstakar aðstæður á fjármálamörkuðum og hættu á fjármálalegum óstöðugleika.
- Greip til aðgerða samkvæmt ákvæðum varúðaráætlunar.
- Veitti ríkjum lán í því skyni að endurfjármagna fjármálafyrirtæki.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur13.9.2013
Flokkun:
Efnisorð
fjármálastöðugleikasjóðurinn ráðið fjárhagsaðstoð lán skuldabréf evruríki Seðlabanki Evrópu evrur björgunarsjóður
Tilvísun
Evrópuvefur. „Evrópski fjármálastöðugleikasjóðurinn“. Evrópuvefurinn 13.9.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65874. (Skoðað 23.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela