Standast heilsuræktarstöðvar sem einungis eru ætlaðar öðru kyninu lög og reglur Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna?
Spyrjandi
N.N
Svar
Jafnrétti kynjanna er grundvallarregla í Evrópusambandinu. Mismunun á grundvelli kyns, hvort sem hún er bein eða óbein, er því almennt bönnuð í aðildarríkjum þess. Evrópusambandið hefur samþykkt ýmsar tilskipanir til að berjast gegn mismunun kynjanna og tryggir ein þeirra meðal annars jafna meðferð karla og kvenna að því er varðar aðgang að þjónustu (sbr. tilskipun nr. 2004/113/EB). Tilskipunin heimilar þó mismunandi meðferð kynjanna í undantekningartilvikum og þá einungis þegar ákveðnum skilyrðum er fullnægt. Heilsuræktarstöðvar sem einungis eru ætlaðar öðru kyninu eru dæmi um þjónustu sem tilskipunin tekur til. Spurningin um hvort slík þjónusta sé brot á jafnréttislögum fer eftir því hvort hægt sé að réttlæta mismununina hverju sinni.Þessi tilskipun skal ekki útiloka mismunandi meðferð ef lögmæt markmið réttlæta að vörur og þjónusta séu eingöngu eða aðallega veittar einstaklingum af öðru kyninu og aðferðirnar til að ná þessu markmiði séu viðeigandi og nauðsynlegar. (5. mgr. 4. gr.)Til að geta starfrækt þjónustu (svo sem heilsuræktarstöð) sem einungis er ætluð öðru kyninu þarf viðkomandi því að geta rökstutt þá ákvörðun á málefnanlegan hátt og sýnt fram á lögmætan tilgang þess að veita einungis konum eða körlum aðgang að slíkri þjónustu. Þar að auki þurfa aðferðirnar til að mismuna á grundvelli kyns að vera viðeigandi og nauðsynlegar.
- Égalité des genres: les règles de l´UE et leur transposition en droit national. (Skoðað 16.9.2013).
- Sex-segregated Services. (Skoðað 16.9.2013).
- Les salles de fitnes réservées aux femmes, c´est illégal - RTBF Regions. (Skoðað 12.9.2013).
- Peter Lloyd: ´Why I´m suing my gym over their sexist women-only hours´ | Mail Online. (Skoðað 16.9.2013).
- Vísir - Kvennadagar í sundlaugum. (Skoðað 19.9.2013).
- aerobics class in a gym | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er Jeanette goodrich. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 20.9.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur20.9.2013
Flokkun:
Efnisorð
heilsuræktarstöðvar jafnrétti kynferði mismunun ESB EES tilskipun grundvallarréttindi bann frumvarp jafnréttisstofa jafnréttislög sameiginlega EES-nefndin
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Standast heilsuræktarstöðvar sem einungis eru ætlaðar öðru kyninu lög og reglur Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna?“. Evrópuvefurinn 20.9.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65916. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum