Spurning
Eineðli
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Svonefnd eineðlisríki líta svo á að reglur landsréttar og þjóðaréttar séu eitt og sama fyrirbærið, en í tvíeðlisríkjum eru reglurnar aðskildar. Af því leiðir að reglur þjóðréttarsamninga eineðlisríkja verða sjálfkrafa hluti landsréttar um leið og þeir eru fullgiltir líkt og um innlenda löggjöf væri að ræða. Reglurnar þarf ekki að innleiða sérstaklega inn í landsrétt. Einnig er litið á þjóðréttarvenjur sem hluta landsréttar. Dómarar geta byggt beint á reglum þjóðréttarsamnings í störfum sínum. Einnig geta einstaklingar og lögaðilar notið réttinda og borið skyldur þegar þjóðréttarsamningur er fullgildur. Dæmi um eineðlisríki eru Þýskaland og Frakkland. Það er misjafnt eftir eineðlisríkjum hver rétthæð þjóðréttarsamninga er. Oft er þeim gefin sú staða að vera æðri en lög en ekki æðri en stjórnarskrá.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 4.10.2013
Flokkun:
Efnisorð
Eineðli tvíeðli landsréttur þjóðaréttur þjóðréttarsamningar fullgilding innleiðing þjóðréttarvenjur Þýskaland Frakkaland rétthæð stjórnarskrá
Tilvísun
Evrópuvefur. „Eineðli“. Evrópuvefurinn 4.10.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65943. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela