Spurning
Tvíeðli
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Samkvæmt svonefndri tvíeðliskenningu er skilið á milli reglna lands- og þjóðaréttar. Í ríkjum sem fylgja þeirri kenningu fá þjóðréttarreglur þar af leiðandi ekki lagaáhrif gagnvart einstaklingum eða lögaðilum, nema þjóðréttarsamningurinn hafi áður verið leiddur sérstaklega í landsrétt á stjórnskipulegan hátt. Eineðlisríki líta hins vegar svo á að reglur landsréttar og þjóðaréttar séu eitt og sama fyrirbærið. Ef tvíeðlisríki fullgildir þjóðréttarsamning en innleiðir hann ekki í landsrétt geta einstaklingar og lögaðilar ekki notið réttinda eða borið skyldur samkvæmt reglum hans. Þá geta dómarar ekki byggt á reglunum í störfum sínum. Slíkt telst brot á þjóðarétti af hálfu ríkisins sem innleiðir ekki fullgildan samning. Ef slíkt veldur einstaklingi eða lögaðila tjóni getur það leitt til skaðabótaskyldu ríkisins. Þegar reglum þjóðréttarsamnings er beitt eftir að hafa verið innleiddar á réttan hátt er ætíð vísað til landsréttarins sem varð til vegna samningsins en ekki til ákvæða þjóðréttarsamningsins. Ísland, Bretland, Ástralía og Nýja-Sjáland eru dæmi um tvíeðlisríki.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 4.10.2013
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Tvíeðli“. Evrópuvefurinn 4.10.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65944. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela