Spurning

Samevrópska flugsvæðið

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Samevrópska flugsvæðið (e. European Common Aviation Area, ECAA) er fjölhliða samningur milli Evrópusambandsins, EES-ríkjanna og fimm ríkja á Balkanskaganum (Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalands og Kósóvó). Tilgangurinn með samningnum er að koma á sameiginlegu flugsvæði sem grundvallast á frjálsum aðgangi að mörkuðum, staðfesturétti og frjálsri samkeppni. Öll ríkin samræma eigið regluverk um ríkisaðstoð og samkeppni að samsvarandi löggjöf Evrópusambandsins. Þá er einnig í samningnum mælt fyrir um sameiginlegar reglur er varða flugöryggi, flugvernd, flugumferðaþjónustu, loftflutninga eða málefni tengd slíkum flutningum og umhverfismál. Þannig geta flugfélög samstarfsríkjanna nýtt sér ótakmörkuð flugréttindi innan svæðisins.

Evrópusambandið getur boðið hvaða ríki sem er að gerast aðili að samevrópska flugsvæðinu svo framarlega sem það er reiðubúið til þess að samræma löggjöf sína um loftflutninga og tengd málefni að lögum ESB um sama efni.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur18.10.2013

Flokkun:

Tilvísun

Evrópuvefur. „Samevrópska flugsvæðið“. Evrópuvefurinn 18.10.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66078. (Skoðað 21.12.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela