Spurning
EES-ríkin
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
EES-ríkin eru þau ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Samningurinn nær til allra 28 aðildarríkja Evrópusambandsins og þriggja aðildarríkja EFTA, Íslands, Liechtenstein og Noregs (EFTA/EES-ríkin). Með EES-samningnum mynda þessi þrjátíu ríki eitt einsleitt efnahagssvæði (innri markaðinn) sem byggist á reglunum um fjórfrelsið. Stofnanaleg samskipti EFTA/EES-ríkjanna og ESB gegna mikilvægu hlutverki við að ná markmiðum EES-samningsins og tryggja samráð um þróun sameiginlegra reglna. Um stofnanauppbyggingu EES-samstarfsins er fjallað í svari við spurningunni Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins? Ólíkt tollabandalagi Evrópusambandsins er efnislegt gildissvið EES-samningsins takmarkað, til að mynda falla viðskipti með fiskafurðir að mestu utan samningsins. Nánari upplýsingar um EES-samninginn er að finna í svörum við spurningunum Hvert er eðli EES-samningsins? og Hvað er undanskilið í EES-samningnum? Sviss er eina EFTA-ríkið sem ekki er aðili að EES-samningnum. Þess í stað hefur Sviss gert tvíhliða samninga við Evrópusambandið en um þá má lesa í svari við spurningunni Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 1.2.2013
Flokkun:
Efnisorð
EES-ríkin Evrópska efnahagssvæðið ESB EFTA/EES-ríkin EFTA-ríkin innri markaðurinn fjórfrelsið EES-samningurinn
Tilvísun
Evrópuvefur. „EES-ríkin“. Evrópuvefurinn 1.2.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64268. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvert er eðli EES-samningsins?
- Hver er munurinn á EFTA og ESB?
- Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins?
- Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hvað er undanskilið í EES-samningnum?
- Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-landinu Íslandi í samanburði við ESB-landið Svíþjóð?
- Hvað mundi tapast og hvað ávinnast með því að segja upp EES-samningnum?
- Er Lettland aðili að Evrópska efnahagssvæðinu?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela