Spurning

EES-ríkin

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

EES-ríkin eru þau ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Samningurinn nær til allra 28 aðildarríkja Evrópusambandsins og þriggja aðildarríkja EFTA, Íslands, Liechtenstein og Noregs (EFTA/EES-ríkin). Með EES-samningnum mynda þessi þrjátíu ríki eitt einsleitt efnahagssvæði (innri markaðinn) sem byggist á reglunum um fjórfrelsið.

Stofnanaleg samskipti EFTA/EES-ríkjanna og ESB gegna mikilvægu hlutverki við að ná markmiðum EES-samningsins og tryggja samráð um þróun sameiginlegra reglna. Um stofnanauppbyggingu EES-samstarfsins er fjallað í svari við spurningunni Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins?

Ólíkt tollabandalagi Evrópusambandsins er efnislegt gildissvið EES-samningsins takmarkað, til að mynda falla viðskipti með fiskafurðir að mestu utan samningsins. Nánari upplýsingar um EES-samninginn er að finna í svörum við spurningunum Hvert er eðli EES-samningsins? og Hvað er undanskilið í EES-samningnum?

Sviss er eina EFTA-ríkið sem ekki er aðili að EES-samningnum. Þess í stað hefur Sviss gert tvíhliða samninga við Evrópusambandið en um þá má lesa í svari við spurningunni Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?
Við þetta svar er engin athugasemd Fela