Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Þegar talað er um svissnesku leiðina eða svissnesku lausnina í samskiptum ríkja við Evrópusambandið er verið að vísa til tvíhliða samninga Sviss við ESB um aðgang að innri markaði sambandsins. Fullveldissjónarmið réðu því að Sviss kaus á sínum tíma að taka ekki þátt í EES-samstarfinu og leita heldur eftir tvíhliða samningum við ESB. Samningarnir tryggja að Sviss er ekki gert að taka upp regluverk sambandsins á jafnmörgum sviðum og EFTA/EES-ríkin þurfa að gera. Réttur Sviss til þess að hafna innleiðingu á regluverki ESB er hins vegar skertur með sérstöku ákvæði í samningunum. Enn sem komið er, hefur ekkert ríki gert jafnmarga tvíhliða samninga við ESB og Sviss og hafa allir samningarnir verið lagðir í þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi.- Auðunn Arnórsson, Espen Barth Eide, Dag Harald Claes, Hanne Ulrichsen og Asle Toje. (2003). Ísland og Evrópusambandið: EES, ESB-aðild eða „svissnesk lausn“? Reykjavík: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.
- Björn Friðfinnsson, 1999. Fræðsluefni um EES-samninginn og framkvæmd hans. (Skoðað 20.7.2012).
- European Commission: Trade: Switzerland (Bilateral relations). (Skoðað 20.7.2012).
- Switzerland and European Union relations - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 20.7.2012).
- Mynd: Swiss Parliament - novinite.com. (Sótt 21.6.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur20.7.2012
Efnisorð
ESB svissneska leiðin svissneska lausnin tvíhliða samningar fullveldi innleiðing regluverks evrópska Efnahagssvæðið EES-samstarfið EES-samningurinn EFTA/EES-ríki fallaxarákvæði
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?“. Evrópuvefurinn 20.7.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62834. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er Lettland aðili að Evrópska efnahagssvæðinu?
- Hvaða aðildarríki ESB héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB?
- Hvert er eðli EES-samningsins?
- Hvað er undanskilið í EES-samningnum?
- Hver er munurinn á EFTA og ESB?
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?