Spurning

Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Fríverslunarsamtök Evrópu (European Free Trade Association, EFTA) voru stofnuð með Stokkhólms-samningnum árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist verulega saman en fimm af stofnríkjunum hafa yfirgefið samtökin og gengið í ESB. Nú eru aðildarríkin aðeins fjögur talsins: Ísland, Liechtenstein, Noregur og Sviss en þrjú þau fyrstnefndu eru jafnframt aðilar að samningi við ESB um Evrópska efnahagssvæðið, EES.

Í skilningi Alþjóða samkomulagsins um tollamál og viðskipti (The General Agreement on Tariffs and Trade, GATT) frá 1947 er EFTA fríverslunarsvæði (e. free-trade area).

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur23.6.2011

Tilvísun

Evrópuvefur. „Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA“. Evrópuvefurinn 23.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60045. (Skoðað 3.12.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela