Hefur Ísland tekið þátt í efnahagslegum refsiaðgerðum gegn ríkjum sem hafa brotið alþjóðleg lög?
Spyrjandi
N.N.
Svar
Já, Ísland hefur innleitt allar þvingunaraðgerðir og efnahagslegar refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Ísland innleitt flestar þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins en ítarlegri umfjöllun um efnahagslegar refsiaðgerðir ESB er að finna í svari vefsins við spurningunni Beitir Evrópusambandið ríki efnahagslegum refsiaðgerðum, í hverju felast þær? Refsiaðgerðir öryggisráðsins eru byggðar á VII. kafla sáttmála Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása. Samkvæmt 41. gr. sáttmálans er ráðinu heimilt að ákveða hvaða aðgerðir, aðrar en hernaðaraðgerðir, skuli viðhafðar þegar Sameinuðu þjóðirnar bregðast við ógnun við heimsfrið og öryggi ríkja. Öryggisráðinu er eftirlátið talsvert frelsi við ákvarðanatöku í þessum efnum og upp hafa komið nokkur mál þar sem ályktanir ráðsins hafa verið mjög umdeildar. Þá er það álitaefni hvort og að hvaða marki eigi að endurskoða starfshætti og ákvarðanatökuferli ráðsins.- Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn um efnahagslegar refsiaðgerðir. (Skoðað 19.11.2013).
- United Nations Security Council Sanctions - customs.gov.sg. (Skoðað 19.11.2013).
- Samningsafstaða Íslands um utanríkis-, öryggis-og varnarmál. (Skoðað 19.11.2013).
- United Nations Security Council - wikipedia.org. (Sótt 19.11.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.11.2013
Flokkun:
Efnisorð
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Ísland ESB Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu refsiaðgerðir þvingunaraðgerðir hernaðaraðgerðir mannréttindi friðrof ófriðarhætta árásir Sameinuðu þjóðirnar
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hefur Ísland tekið þátt í efnahagslegum refsiaðgerðum gegn ríkjum sem hafa brotið alþjóðleg lög?“. Evrópuvefurinn 27.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66313. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Af hverju er Ísland í NATO?
- Hvernig er samskiptum ESB og NATO háttað?
- Fréttamönnum verður tíðrætt um "alþjóðalög". Hvar situr það löggjafarþing er lögin setur? Á orðið sér einhverja stoð?
- Hvernig eru ákvarðanir um beitingu refsiaðgerða teknar á vettvangi Evrópusambandsins?
- Hvernig beitir ESB sér gegn stríðsátökunum í Sýrlandi?
- Í hverju felast refsiaðgerðir ESB gegn Íran?
- Beitir Evrópusambandið ríki efnahagslegum refsiaðgerðum, í hverju felast þær?
- Hvernig beitir ESB sér í refsiaðgerðum gegn Íran vegna meintra tilrauna þarlendra stjórnvalda til að koma upp kjarnorkuvopnum?
- Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?
- Er Evrópusambandið með einhvers konar Evrópuher og eru aðildarríkin skyldug til að taka þátt í honum?