Spurning
Allsherjarþing SÞ
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Allsherjarþingið (e. General Assembly) er ein af helstu stofnunum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Öll ríki SÞ eru aðilar að allsherjarþinginu og auk þess hafa Palestína og Vatíkanið þar áheyrnarfulltrúa. Allsherjarþingið kemur saman einu sinni á ári. Þingið hefst þriðja þriðjudag í september og stendur fram í desember. Ef mál þingsins klárast ekki fyrir þann tíma, sem oftast er raunin, hefst þingið aftur í janúar og stendur yfir þar til málin eru frágengin. Sérstök þing og neyðarfundir eru haldin á öðrum tímum ársins eftir þörfum. Þingið kom saman í fyrsta sinn 10. janúar 1946 í London. Á allsherjarþinginu geta fulltrúar aðildarríkja SÞ rætt um hvaða málefni sem er, svo lengi sem það er ekki til umfjöllunar hjá öryggisráðinu. Forseti allsherjarþingsins er kjörinn í september til eins árs í senn. Hann kemur til skiptis frá ríki eins eftirfarandi landsvæða: Afríku, Asíu, Austur-Evrópu, Suður-Ameríku eða Karíbahafinu, og Vestur-Evrópu eða annarra ríkja. Þegar þetta svar er skrifað er forseti allsherjarþingsins John William Ashe frá Antígva og Barbúda. Árið 2014 mun Sam Kutesa frá Úganda taka við forsætinu. Hlutverk allsherjarþingsins er fjórþætt:- Það ákveður fjárútlát fyrir SÞ.
- Það kýs þá tíu meðlimi öryggisráðsins sem ekki hafa þar fast sæti.
- Það fer yfir skýrslur frá öðrum undirstofnunum SÞ.
- Það samþykkir ályktanir.
- Fyrsta nefnd fjallar um öryggis- og afvopnunarmál.
- Önnur nefnd fjallar um efnahags-, þróunar- og umhverfismál.
- Þriðja nefnd fjallar um félags- og mannréttindamál.
- Fjórða nefnd fjallar um sérstök pólitísk mál og nýlendumál.
- Fimmta nefnd fjallar um fjárhags- og stjórnunarmál.
- Sjötta nefnd fjallar um þjóðréttarmál.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur12.12.2013
Flokkun:
Efnisorð
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðirnar öryggisráðið forseti landsvæði ályktanir aðalframkvæmdastjóri aðalnefndir friður öryggi mannréttindi
Tilvísun
Evrópuvefur. „Allsherjarþing SÞ“. Evrópuvefurinn 12.12.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66422. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Fréttamönnum verður tíðrætt um "alþjóðalög". Hvar situr það löggjafarþing er lögin setur? Á orðið sér einhverja stoð?
- Hvernig komust mannréttindi á dagskrá í ESB?
- Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?
- Getur verið að umræðan um ESB hafi það markmið að ræna Íslendinga borgaralegum réttindum og gera þá að þegnum í hinu nýja heimsveldi?
- Getum við borið ESB saman við eitthvað annað kerfi í sögunni?
- Hvaða hugmyndir höfðu menn um Evrópuhugsjónina á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og á millistríðsárunum?
- Hver er stefna ESB í umhverfismálum?
- Getur Evrópusambandið gerst aðili að alþjóðlegum samningum?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela