Spurning
Heimsókn í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
5. desember stóð Evrópuvefurinn fyrir kynningu á vefnum í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Markmið heimsóknarinnar var fyrst og fremst að fjalla um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og að benda á hvar þær er að finna. Kynningin var því með sama sniði og þær sem starfsmenn Evrópuvefsins hafa haldið í framhaldsskólum á undanförnum misserum. Tveir túlkar á vegum Samskiptamiðstöðvarinnar sáu um að túlka fyrirlesturinn á táknmál. Að kynningu lokinni sköpuðust líflegar umræður og var gestum gefinn kostur á að leggja inn spurningar fyrir Evrópuvefinn. Flestum voru efst í huga mál sem snúa að einstaklingum sem eiga táknmál að móðurmáli svo sem hvort aðildarsamningurinn verði þýddur á íslenskt táknmál, hvort sérstaklega sé gætt að réttindum minnihlutahópa innan aðalsamninganefndar, hvert atvinnuhlutfall heyrnarlausra sé innan ESB í samanburði við Ísland og hvort sérstakar ESB-reglur gildi um rétt heyrnarlausra til vinnu. Svör við spurningunum munu birtast á Evrópuvefnum á næstunni. Starfsmenn Evrópuvefsins voru einnig beðnir um að taka upp tákn fyrir íslensku táknmálsorðabók SignWiki-vefsíðunnar. Hægt er að nálgast upptökurnar með því að smella á eftirfarandi spurningar: Evrópuvefurinn vill að lokum þakka Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fyrir góðar móttökur!Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur11.1.2013
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Heimsókn í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra“. Evrópuvefurinn 11.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70928. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela