Spurning
Fyrirlestur: Lögmæti og sanngirni verðtryggðra lána í ljósi evrópsks neytendaréttar
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Miðvikudaginn 24. apríl býður Lagastofnun Háskóla Íslands til opins fyrirlesturs undir yfirskriftinni Lögmæti og sanngirni verðtryggðra lána í ljósi evrópsks neytendaréttar. Frummælandi er Elvira Méndez-Pinedo, prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Í tilkynningu segir:Elvira mun kynna rannsókn sína á íslenskum neytendalánum þ.m.t. fasteignaveðlánum í ljósi löggjafar Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Farið verður yfir löggjöf Evrópusambandsins um neytendalán, fyrirhugaða löggjöf um fasteignaveðlán og bestu framkvæmd samkvæmt þjóðarétti. Niðurstöður benda til að löggjöf ESB tryggi rétt neytenda með kröfum um upplýsingagjöf og gagnsæi þ.e. lögmætismat auk sanngirnismats en í því felst eftirlit með óréttmætum og ósanngjörnum samningsákvæðum og samningsskilmálum. Þessar reglur eiga að öllu leyti við hér á landi vegna upptöku þeirra í EES-samninginn.Fundarstjóri er María Thejll, forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur22.4.2013
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Fyrirlestur: Lögmæti og sanngirni verðtryggðra lána í ljósi evrópsks neytendaréttar“. Evrópuvefurinn 22.4.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70941. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela