Spurning

Fyrirlestur: Breski sjálfstæðisflokkurinn, Íhaldsflokkurinn og viðhorf til Evrópusamrunans í Bretlandi

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Miðvikudaginn 3. júlí býður Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands upp á fyrirlestur undir yfirskriftinni Breski sjálfstæðisflokkurinn, Íhaldsflokkurinn og viðhorf til Evrópusamrunans í Bretlandi.

Frummælendur eru dr. Philip Lynch dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Leicester og dr. Richard Whitaker lektor í stjórnmálafræði við sama skóla. Um efni fyrirlestursins segir í tilkynningu Alþjóðamálastofnunar:

Breski sjálfstæðisflokkurinn, sem leggur mikla áherslu á að ýta undir efasemdir um Evrópusambandsaðild Bretlands og vill að Bretland segi sig úr sambandinu, hefur aukið fylgi sitt gríðarlega undanfarið og því er spáð að flokkurinn fái flest atkvæði í kosningunum til Evrópuþingsins í Bretlandi á næsta ári. Íhaldsflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni til Evrópusambandsins og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lofað því að ef Íhaldsflokkurinn verður kosinn til valda árið 2015 muni ríkisstjórnin endursemja við Evrópusambandið og í framhaldi af því setja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fyrirlestrinum verður farið yfir viðhorf almennings í Bretlandi til Evrópusamrunans og spurt – ef haldin verður þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Bretlands að Evrópusambandinu, hver verður niðurstaðan? Að lokum verður efni fyrirlestrarins sett í samhengi við íslensk stjórnmál í dag.

Fundarstjóri er dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram í stofu 101 í Lögbergi milli kl. 12 og 13:15.

Fundurinn er hluti af fundaröð Alþjóðamálastofnunar Evrópusamræður 2012-2013, sem er styrkt af Evrópustofu, upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins á Íslandi, og úr Jean Monnet sjóði ESB.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur 2.7.2013

Flokkun:

Fréttir

Efnisorð

Tilvísun

Evrópuvefur. „Fyrirlestur: Breski sjálfstæðisflokkurinn, Íhaldsflokkurinn og viðhorf til Evrópusamrunans í Bretlandi“. Evrópuvefurinn 2.7.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70945. (Skoðað 28.1.2025).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela