Spurning
Um hvað snerust bananastríð Evrópu og Bandaríkjanna?
Spyrjandi
Kristín Sigurðardóttir
Svar
Bananastríð Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er hugtak sem notað er um deilur vegna tolla sem lagðir voru á innflutta banana í ESB. Evrópusambandið hafði afnumið tolla á innflutta banana frá AKK-löndunum til að efla þróun í þeim löndum. Þetta voru Bandaríkin ekki ánægð með, enda stjórna bandarísk fjölþjóðafyrirtæki mörgum stærstu bananaframleiðendunum í Suður-Ameríku. Fjölmargar kvartanir voru lagðar inn til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sem alltaf komst að þeirri niðurstöðu að Evrópusambandið væri að brjóta gegn alþjóðlegum reglum um viðskipti. Evrópusambandið var tregt til að una niðurstöðum stofnunarinnar, en árið 2012 var loks undirritað samkomulag sem á að binda enda á deilurnar.- European Parliament resolution on the conclusion of a Geneva Agreement on Trade in Banana. (Skoðað 20.11.2013).
- End 16-year banana war, says International Trade Committee. (Skoðað 20.11.2013).
- Banana war ends after 20 years - Telegraph. (Skoðað 11.11.2013).
- The banana wars explained | World news | theguardian.com. (Skoðað 11.11.2013).
- BBC News - Q&A: The banana wars. (Skoðað 11.11.2013).
- Ending the banana wars: Who wins and who loses?. (Skoðað 13.11.2013).
- File:Bananas.jpg - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 13.11.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 6.12.2013
Flokkun:
Efnisorð
viðskiptabann Evrópusambandið bananar Bandaríkin tollar AKK-löndin ESB Suður-Ameríka Alþjóðaviðskiptastofnunin
Tilvísun
Lena Mjöll Markusdóttir. „Um hvað snerust bananastríð Evrópu og Bandaríkjanna?“. Evrópuvefurinn 6.12.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=8653. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Lena Mjöll Markusdóttirlaganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera?
- Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?
- Hvaða áhrif hefur endurkjör Barack Obama Bandaríkjaforseta á Evrópusambandið?
- Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?
- Hvernig hefur landbúnaðarstefna Evrópusambandsins þróast í tímans rás?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela