Fyrstu tillögurnar að sameiginlegri stefnu í sjávarútvegsmálum voru settar fram árið 1968 og mótaðar að fyrirmynd sameiginlegu landbúnaðarstefnunar. Miklar deilur ríktu um mótun stefnunnar á árunum 1976-1983 en lausn deilnanna fólst að hluta til í innleiðingu reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Árin 1992 og 2...
Af tveimur ástæðum er ólíklegt að íslensk stjórnvöld komi til með að sækja um aðild eða einhvers konar aukaaðild að Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku. Annars vegar eru það skýrar kröfur Bandaríkjanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, sem gera það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdus...
Á Íslandi gilda reglur um litmerkibyssur (e. paintball guns eða markers) sem settar voru af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 26. júní árið 2000. Reglurnar taka meðal annars til þess hvar megi nota litmerkibyssur, hverjir megi nota þær og hvernig vörslu þeirra skuli háttað. Á hinum Norðurlöndunum er að finna svipaðar...
Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...
Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...
Seðlabanki Evrópu má ekki lána beint til ríkissjóða aðildarríkja og er því aldrei beinn lánveitandi til þrautavara fyrir aðildarríki ESB. Lánveiting af því tagi er ekki bundin sérstökum skilyrðum heldur er lagt á blátt bann við henni (123. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins).
Málið er þó í reynd ek...
Víða heyrist sú fullyrðing að Evrópusambandið verji meiri fjármunum í kynningar á sér en gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola. Hún á rætur að rekja til skýrslu bresku samtakanna Open Europe frá árinu 2008. Höfundar skýrslunnar halda því fram að kostnaðarliðir sambandsins af ýmsu tagi séu í raun hluti af kynningarsta...
Svarið við þessari spurningu er nei. Evrópusambandið hefur ekki sett neinar reglur sem banna börnum að leika sér með leikföng. Sambandið hefur hins vegar samræmt reglur aðildarríkjanna um öryggiskröfur sem leikföng í verslunum verða að uppfylla. Þessar reglur gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, þar með einnig á...
EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því erfitt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum, eins ...
Launatafla embættismanna Evrópusambandsins myndar grunninn að útreikningi launa æðstu embættismanna. Þannig eru grunnmánaðarlaun forseta framkvæmdastjórnarinnar (José Manuel Barroso), forseta leiðtogaráðsins (Hermans Van Rompuy) og forseta dómstóls Evrópusambandsins (Vassilios Skouris) skilgreind sem 138% af mánað...
Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB (e. Common Fisheries Policy), eins og hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983. Stefnan er víðtæk en undir hana fellur meðal annars sameiginleg stjórnun fiskveiða og verndun fiskistofna, sameiginlegt markaðsskipulag, uppbyggingarstefna og samningar við þriðju ríki. Stefnan ...
Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað. Úrslit kosninganna hafa einkum ver...
Nei, samkvæmt því sem Evrópuvefurinn kemst næst þá mundi aðild Íslands að Evrópusambandinu væntanlega hafa lítil sem engin áhrif á verðlag flugfargjalda til útlanda. Helstu breytingar sem fylgt gætu aðild yrðu á sviði loftferðasamninga en Ísland fengi sjálfkrafa aðild að þeim samningum sem framkvæmdastjórn ESB hef...
Í ágúst 2011 eru blikur á lofti varðandi framtíð Evrópusambandsins. Undanfarnir mánuðir hafa verið sambandinu mjög erfiðir. Tveir samstarfsþættir sem vega þungt við mat á framtíðinni eru í uppnámi: myntsamstarfið um evruna annars vegar og frjáls för um Evrópu og þá einkum Schengensamstarfið hins vegar.
Sé tekið...
Tvær ástæður eru fyrir því að Ísland hefur ekki gert fríverslunarsamning við Bandaríkin. Í fyrsta lagi gera skýrar kröfur Bandaríkjamanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdust stefnu íslenskra stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Í öðru lagi hafa Banda...