Spurning
Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?
Spyrjandi
Auður Hreinsdóttir
Svar
Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli heimsálfa liggja heldur jafnvel um fjölda heimsálfanna, samanber svar við spurningunni Af hverju eru heimsálfurnar sjö? meginlöndum jarðar. Evrópa og Asía valda þó nokkrum vandræðum, þar sem Evrópa er ekki sjálfstætt meginland heldur skagi sem gengur út úr meginlandi Asíu. Hins vegar hefur skapast sú hefð að telja Evrópu og Asíu tvær aðskildar heimsálfur. Á Vísindavefnum hefur þegar verið fjallað um hvaða lönd tilheyra Evrópu. Þar kemur fram að það fer nokkuð eftir því hvort einungis er horft til landfræðilegrar legu þegar Evrópa er skilgreind eða hvort einnig er litið til sögu og menningar þeirra landa sem lenda á jaðrinum, það er þeirra sem eiga land bæði í Evrópu og Asíu. Mörk heimsálfa fylgja ekki endilega landamærum ríkja, eins og lesa má í svari við spurningunni Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu? Það sama má segja um eyríki sem eru í nágrenni tveggja heimsálfa, þar ræður hefð, sem grundvallast á sögu og menningu, oft meiru en landfræðileg lega. Úralfjalla og ána Úral að Kaspíahafi (rauða línan norðan Kaspíahafs á kortinu). Vestan Kaspíahafs hafa mörkin stundum verið sögð liggja um Kuma-Manych-lægðina að Asov-hafi og um Kerch-sund í Svartahaf (gula línan merkt A á kortinu). Miklu algengara er þó að láta mörkin fylgja vatnaskilum í Kákasusfjöllum að Svartahafi. Frá Svartahafi liggja mörkin svo um Bosporus- og Dardanellasund í Eyjahaf. Þessi mörk eru rauð á kortinu. Heimildir og kort:- Boundaries between continents - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 16. 05. 2013).
- Fyrra kort: Europe polar stereographic Caucasus Urals boundary.svg - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 16. 05. 2013).
- Seinna kort: Historical Europe-Asia boundaries 1700 to 1900.png - Wikipedia, the free encyclopedia. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. (Sótt 16. 5. 2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur24.5.2013
Tilvísun
EDS. „Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?“. Evrópuvefurinn 24.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=20755. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela