Hversu margir þingmenn sitja á þingi Evrópusambandsins?
Spyrjandi
Sigrún Brynjarsdóttir, f. 1993
Svar
Í sáttmálanum um Evrópusambandið er kveðið á um að þingmenn á Evrópuþinginu skuli ekki vera fleiri en 750, auk forseta. Formlega eru þingsætin því samtals 751. Á grundvelli tímabundinnar aðlögunar að Lissabon-sáttmálanum auk aðildar Króatíu að sambandinu verða þingsætin þó 766 til loka yfirstandandi kjörtímabils, árið 2014. – Leiðtogaráðið og Evrópuþingið ákveða sameiginlega skiptingu þingsætanna milli aðildarríkja en í sáttmálanum segir að hlutfall fulltrúa borgaranna skuli fara stiglækkandi eftir því sem íbúafjöldinn er meiri. Það þýðir að fámennari aðildarríkin fá úthlutað hlutfallslega fleiri þingsætum en þau fjölmennari.Þýskaland | 99 | Holland | 26 | Austurríki | 19 | Litháen | 12 |
Frakkland | 74 | Belgía | 22 | Búlgaría | 18 | Lettland | 9 |
Bretland | 73 | Grikkland | 22 | Danmörk | 13 | Slóvenía | 8 |
Ítalía | 70 | Portúgal | 22 | Finnland | 13 | Eistland | 6 |
Spánn | 54 | Tékkland | 22 | Slóvakía | 13 | Kýpur | 6 |
Pólland | 51 | Ungverjaland | 22 | Írland | 12 | Lúxemborg | 6 |
Rúmenía | 33 | Svíþjóð | 20 | Króatía | 12 | Malta | 4 |
- Kristilegir demókratar með 274 þingmenn (Group of the European People's Party).
- Sósíaldemókratar með 195 þingmenn (Group of the Progressive Alliance of Socialists and Democrats in the European Parliament).
- Frjálslyndir demókratar með 84 þingmenn (Group of the Alliance of Liberals and Democrats for Europe).
- Græningjar með 58 þingmenn (Group of the Greens/European Free Alliance).
- Íhaldsmenn með 56 þingmenn (European Conservatives and Reformists Group).
- Sameinaðir vinstrimenn og græningjar með 35 þingmenn (Confederal Group of the European United Left - Nordic Green Left).
- Frelsis- og lýðræðisflokkurinn með 33 þingmenn (Europe of Freedom and Democracy Group).
Þetta svar var uppfært í júlí 2013 í kjölfar inngöngu Króatíu í Evrópusambandið.
Heimildir og mynd:
- Heimasíða Evrópuþingsins, þinghópar
- Heimasíða Evrópuþingsins, skipting þingmanna eftir ríkjum
- Heimasíða Evrópusambandsins, samantekt um starfsemi Evrópuþingsins
- Vefur hugveitunnar Centre for European Policy Studies: Lost Voters: Participation in EU elections and the case for compulsory.
- Ratification of Parliament's 18 additional MEPs completed (Skoðað 22.03.2013).
- Revision of the Treaties - Transitional measures concerning the composition of the European Parliament. (Skoðað 22.03.2013).
- Mynd sótt af heimasíðu Evrópuþingsins 10. júní 2011
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur21.6.2011
Efnisorð
ESB stofnanir Evrópusambandsins Evrópuþingið Evrópuþingmenn þingmenn þingmannafjöldi íbúafjöldi kosningaþátttaka kjörsókn stjórnmálaflokkar
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Hversu margir þingmenn sitja á þingi Evrópusambandsins?“. Evrópuvefurinn 21.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=51985. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef