Spurning
Borgarafrumkvæði Evrópu
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Með Lissabon-sáttmálanum tók gildi ákvæði um svonefnt Borgarafrumkvæði Evrópu (e. European Citizens' Initiative, ECI) (11. grein sáttmálans um Evrópusambandið). Samkvæmt því getur ein milljón ESB-borgara, frá í það minnsta sjö aðildarríkjum, óskað eftir því við framkvæmdastjórnina að hún leggi fram tiltekna tillögu að löggjöf, á þeim málefnasviðum þar sem aðildarríkin hafa framselt valdheimildir sínar til ESB. Þar með njóta ESB-borgarar sömu réttinda og Evrópuþingið og ráðið, sem einnig geta farið fram á það við framkvæmdastjórnina að hún leggi fram tillögu að löggjöf (225. og 241. grein sáttmálans um starfshætti ESB). Framkvæmdastjórnin ein hefur frumkvæðisrétt við samningu löggjafar sem þýðir að lög og reglur ESB má einungis samþykkja að tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Sjá nánar um Borgarafrumkvæðið í svörum við spurningunum Hvað er Borgarafrumkvæði Evrópu (ECI) og hvaða breytingar mun það hafa í för með sér? og Gæti tilkoma Borgarafrumkvæðis Evrópu eflt hlutverk smáríkja innan ESB?Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur13.1.2012
Flokkun:
Efnisorð
borgarafrumkvæði Evrópu ESB-borgarar framkvæmdastjórnin Evrópuþingið ráðið frumkvæðisréttur
Tilvísun
Evrópuvefur. „Borgarafrumkvæði Evrópu“. Evrópuvefurinn 13.1.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61669. (Skoðað 23.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela