Hvaða hugmyndir hafa menn haft um Evrópuhugsjónina og Evrópusamruna frá síðari heimsstyrjöld og til okkar daga?
Spyrjandi
G. Pétur Matthíasson
Svar
Auk þessa svars er fjallað um Evrópuhugsjónina í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:- Hver er Evrópuhugsjónin og hvaða hugmyndir höfðu menn fyrr á öldum um hana?
- Hvaða hugmyndir höfðu menn um Evrópuhugsjónina á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og á millistríðsárunum?
Hugmyndir um evrópska samvinnu komust á nýtt stig eftir síðari heimsstyrjöld. Þar skipti mestu máli að leiðtogar Vestur-Evrópu sannfærðust um að slík samvinna væri bæði forsenda þess að ríkin gætu endurreist efnahag sinn úr rústum styrjaldarinnar og að eina leiðin til að koma á varanlegum friði í álfunni fælist í stofnun einhvers konar ríkjasamtaka. Lykilmenn í þessari þróun voru Konrad Adenauer (kanslari Vestur-Þýskalands 1949–1963) og franski ráðherrann Robert Schuman (forsætisráðherra 1947–1948 og utanríkisráðherra 1948–1953), en á fundum þeirra árið 1949 lagði Adenauer til að stofnað yrði til efnahagssamtaka hinna fornu fjandmanna, Þjóðverja og Frakka, en deilur þeirra um forystu á meginlandi Vestur-Evrópu höfðu lengi verið ein helsta undirrót ófriðar í Evrópu. Í framhaldinu (9. maí 1950) gaf franska stjórnin út yfirlýsingu sem er yfirleitt kölluð Schuman-yfirlýsingin, þar sem lagt var til að framleiðsla kola og stáls í Frakklandi og Þýskalandi yrði sett undir sameiginlega yfirstjórn (fr. Haute Autorité commune), innan samtaka sem „væru opin öðrum Evrópulöndum sem vildu taka þátt“, eins og segir í yfirlýsingunni (sjá Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn eftir Þorstein Vilhjálmsson).
- Sótt á en.wikipedia.org - Schuman Declaration, þann 29.2.12.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 6.3.2012
Flokkun:
Efnisorð
Evrópuhugsjón samvinna styrjöld ríkjasamtök Adenauer Schuman Schuman-yfirlýsingin Evrópusamruni hugmyndafræði þjóðernisstefna þjóðríki landamæri fullveldi Kola- og stálbandalag sambandsríki heimsveldi ríkisvald yfirþjóðlegar stofnanir
Tilvísun
Guðmundur Hálfdanarson. „Hvaða hugmyndir hafa menn haft um Evrópuhugsjónina og Evrópusamruna frá síðari heimsstyrjöld og til okkar daga?“. Evrópuvefurinn 6.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62052. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Guðmundur Hálfdanarsonprófessor í sagnfræði við HÍ
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hver er Evrópuhugsjónin og hvaða hugmyndir höfðu menn fyrr á öldum um hana?
- Hvaða hugmyndir höfðu menn um Evrópuhugsjónina á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og á millistríðsárunum?
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn
- Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi?
- Sýnir skuldaklafi Grikkja að fjórfrelsi Evrópusambandsins var vanhugsað frá upphafi?