Spurning
Eftirlitsstofnun EFTA
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Eftirlitsstofnun EFTA (e. EFTA Surveillance Authority, ESA) hefur eftirlit með framkvæmd og beitingu EES-samningsins af hálfu EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs. Eftirlitið snýr bæði að því hvernig EES-reglur eru innleiddar í landsrétt ríkjanna og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. Stofnuninni er þar að auki ætlað að fylgjast með samkeppnismálum, sem hafa áhrif á viðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, í þeim tilgangi að tryggja réttmæta samkeppni fyrirtækja. Enn fremur er henni ætlað að hafa eftirlit með veitingu ríkisstyrkja og opinberum innkaupum. Stofnunin getur tekið upp mál að eigin frumkvæði eða vegna kvörtunar frá einhverju EES-ríkjanna, stofnunum ESB eða einkaaðilum. Komist stofnunin að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn samningnum getur hún hafið áminningarferli en það getur leitt til höfðunar svokallaðs samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum. Þá hefur stofnunin einnig heimildir til þess að gefa út sektir ef brotið er gegn samkeppnisreglum samningsins. Stjórn eftirlitsstofnunar EFTA er skipuð þremur einstaklingum, einum frá hverju EFTA/EES-ríki. Stofnuninni er ætlað að vera sjálfstæð og óháð í störfum sínum og mega starfsmenn hennar hvorki leita eftir né taka við fyrirmælum frá ríkisstjórnum aðildarríkjanna eða öðrum hagsmunaaðilum og ber EFTA-ríkjunum að virða það. Aðsetur stofnunarinnar er í Brussel.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 3.5.2012
Flokkun:
Efnisorð
eftirlitsstofnun EFTA ESA EFTA Evrópska efnahagssvæðið EES-samningurinn EES-ríkin EFTA/EES-ríkin samningsbrotamál samkeppnisreglur
Tilvísun
Evrópuvefur. „Eftirlitsstofnun EFTA“. Evrópuvefurinn 3.5.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62508. (Skoðað 1.4.2025).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvert er eðli EES-samningsins?
- Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum?
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela