Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mun það geta tekið upp evruna sem gjaldmiðil að uppfylltum tilteknum efnahagslegum viðmiðunum um samleitni (Maastricht-skilyrðunum). Skilyrðin lúta að meginþáttum efnahagsmála: verðbólgu, vöxtum, stöðugleika í gengismálum auk afkomu hins opinbera og skuldum þess.- Verðstöðugleiki. Verðbólga skal ekki vera meira en 1,5 prósentum hærri en meðaltal verðbólgu í þeim þremur ESB-löndum sem hafa hagstæðustu verðbólguþróunina.
- Vaxtamunur. Nafnvextir langtímaskuldabréfa skulu ekki vera meira en 2 prósentum hærri en langtímavextir í þeim þremur ESB-löndum sem hafa hagstæðustu verðbólguþróunina.
- Stöðugleiki í gengismálum. Ríki skal hafa verið aðili að gengissamstarfi Evrópu (ERM II) í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar. Gjaldmiðill ríkisins má ekki sveiflast um meira en ±15% í kringum það miðgildi sem ákvarðað er í ERM II.
- Afkoma hins opinbera. Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu (VLF).
- Skuldir hins opinbera. Skuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en sem nemur 60% af VLF eða að skuldahlutfallið stefni nægilega hratt að því marki ef það er hærra en 60%.
- European Central Bank (2003): Policy position of the governing council of the European Central Bank on exchange rate issues relating to the acceeding countries.
- Sáttmálinn um Evrópusambandið og sáttmálinn um starfshætti ESB.
- Mynd sótt á www.fnp.de, 21.6.2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur22.6.2012
Flokkun:
Efnisorð
evra Maastricht-skilyrðin aðildarríki evruríki gjaldmiðill verðstöðugleiki vaxtamunur gengismál gengissamstarf ERMII afkoma skuldir varanleg undanþága
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?“. Evrópuvefurinn 22.6.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62827. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins