Spurning
Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?
Spyrjandi
N.N.
Svar
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Má segja að núverandi viðhorf í Króatíu til hernaðar og þjóðernishreinsana falli vel að sögu og menningu Evrópu á 20. öld og að Króatar séu því heppileg viðbót í Evrópusambandið?Saga Evrópu á 20. öld er mörkuð djúpum sporum sundrungar, átaka og blóðsúthellinga og þar eru þjóðirnar á Balkanskaga engin undantekning. Tvær mannskæðar heimsstyrjaldir á evrópskri grund bera þessum djúpstæðu erjum vitni. Fljótlega eftir lok síðari heimsstyrjaldar ákváðu leiðtogar helstu stríðandi ríkja, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu, að láta á það reyna hvort tryggja mætti varanlegan frið í álfunni með öðrum leiðum og leiddi það til stofnunar Kola- og stálbandalagsins, undanfara Evrópusambandsins, árið 1952. Það má því vel halda því fram að upphaflegur tilgangur með stofnun ESB hafi verið sá að halda friðinn í álfu sem hafði borist á banaspjótum í aldaraðir. Evrópusambandið setur tilvonandi aðildarlöndum afar skýr inngönguskilyrði, svokölluð Kaupmannahafnarviðmið, og lætur þar eitt yfir alla ganga. Uppfylli ríki sem hyggur á inngöngu ekki skilyrðin þarf það að efla og styrkja alla þá innviði sem einkenna heilbrigð lýðræðisríki því að öðrum kosti fær aðildarumsóknin ekki brautargengi. Króatía var þar engin undantekning; þeim var gert að aðlaga bæði markað, stjórnsýslu og stofnanabyggingu að skilyrðum sambandsins og sinna þeim umbótum sem þörf var á áður en til aðildar kom árið 2013. Króatar hafa jafnframt, að kröfu ESB, styrkt dómskerfið sitt til muna og það nýtur nú trausts alþjóðasamfélagsins til þess meðal annars að sækja til saka þá einstaklinga sem kunna að hafa gerst sekir um stríðsglæpi.
- Perić, Ivo. (1998). A History of the Croats. Zagreb: CTT-Center of Technology Transfer.
- Glenny, Misha. (1999). Balkans 1804-1999: Nationalism, War and the Great Powers. London: Granta Publications.
- Accession ceremony of Croatia to the EU | Flickr - Photo Sharing! (Sótt 5.2.2015).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur26.2.2015
Tilvísun
Ragna Björk Þorvaldsdóttir. „Eru Króatar heppileg viðbót við Evrópusambandið?“. Evrópuvefurinn 26.2.2015. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63738. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Ragna Björk ÞorvaldsdóttirMA í alþjóðasamskiptum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Eru Króatar fylgjandi þjóðernishreinsunum undir vissum kringumstæðum?
- Hvað getið þið sagt mér um þjóðernishreinsanir Króata í Balkanskagastríðinu?
- Hverjar eru helstu breytingarnar sem urðu á stofnunum Evrópusambandsins við aðild Króatíu?
- Hvaða varanlegu undanþágur frá núgildandi sáttmálum, lögum og reglum og lögum sem kunna að vera sett í framtíðinni fékk Króatía í aðildarsamningi við Evrópusambandið?
- Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela