Samrýmast útboðsskilmálar Seðlabanka Íslands um kaup erlendra aðila á aflandskrónum ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði?
Spyrjandi
Ásta Sólveig Andrésdóttir
Svar
Skilja verður spurningu þessa sem svo, að með henni sé leitað svara við því hvort útboð Seðlabanka Íslands almennt séð falli að reglum EES-réttar um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði. Varðandi fyrra atriðið, um það hvort útboðin falli að reglum um frjálst flæði fjármagns, þá er því til að svara að EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu, í málinu nr. E-3/11, Pálmi Sigmarsson gegn Seðlabanka Íslands, að ráðstafanir í landsrétti sem hindra innflutning aflandskróna til Íslands samrýmast 2. og 4. mgr. 43. gr. EES-samningsins. Nánar tiltekið þýðir það að uppsetning gjaldeyrishafta, eins og þau eru á Íslandi, eru talin samrýmast ákvæðum EES-samningsins. Af því verður varla dregin önnur ályktun en sú, að aðgerðir sem miða að því að aflétta slíkum höftum, og eru þannig ívilnandi fyrir aðila, eins og útboð Seðlabanka Íslands á gjaldeyri sem lið í áætlun um losun gjaldeyrishafta, standist ákvæði EES-samningsins einnig, hvað varðar frjálst flæði fjármagns.- Vísindavefurinn: Hvernig eykst magn peninga í umferð í heiminum? (Sótt 29.10.2013)
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 8.11.2013
Efnisorð
Seðlabanki Íslands aflandskrónur EES-samningurinn frjálst flæði fjármagns fjórfrelsið EFTA-dómstóllinn gjaldeyrishöft útboð viðskipti
Tilvísun
Stefán Jóhann Stefánsson. „Samrýmast útboðsskilmálar Seðlabanka Íslands um kaup erlendra aðila á aflandskrónum ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði?“. Evrópuvefurinn 8.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64606. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Stefán Jóhann Stefánssonritstjóri í Seðlabanka Íslands
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er það ekki brot á reglu EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga að neita erlendum aðilum (líka Íslendingum búsettum erlendis) að kaupa hlutabréf í TM hjá Landsbankanum?
- Hvaða merkingu hefur það að biðja um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins?
- Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?
- Hvaða reglur gilda um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi?
- Hvert verður hlutverk Seðlabanka Íslands ef við göngum í ESB og tökum upp evru?