Ef Ísland gengur í ESB og tekur upp evru verða þá verð á fatnaði nákvæmlega þau sömu hér og í öðrum evruríkjum?
Spyrjandi
Sigurður Örn Pétursson, Elísa Líf Ingvarsdóttir
Svar
Stutta svarið er varla. Þótt ekki sé útilokað að verð á fatnaði yrðu í einhverjum tilfellum þau sömu hér og á meginlandi Evrópu, ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru, yrði það frekar undantekning en regla. Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu gæti haft margvísleg áhrif á efnahag landsins. Hún mundi þó hvorki breyta því að Ísland er eyja í tæplega 2000 kílómetra fjarlægð frá meginlandi Evrópu né þeim sérstöku markaðsaðstæðum sem fámennið á Íslandi veldur, svo aðeins tveir þeirra mörgu þátta sem hafa áhrif á verðlagningu vara í smásölu séu nefndir.- Upplýsingar um verð eru fengin í vefverslunum viðkomandi verslana í löndunum sjö.
Oft þegar ég er að skoða föt í fatabúðum, eins og Gallerí 17 eða Jack and Jones, sé ég á verðmiðunum marga mismunandi fána og verðið í evrum sem er nánast undantekningarlaust það sama. Ef Ísland tekur upp evru í framtíðinni myndi þetta verð vera nákvæmlega það sama og í öllum hinum löndunum þrátt fyrir innflutningskostnað? Mun verða ódýrara fyrir mig að versla föt ef við göngum í ESB?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur10.5.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB Ísland evra fatnaður föt verð verðsamanburður evrulönd evruríki H&M Zara Levi's IKEA tollar tollabandalag myntbandalag
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Ef Ísland gengur í ESB og tekur upp evru verða þá verð á fatnaði nákvæmlega þau sömu hér og í öðrum evruríkjum?“. Evrópuvefurinn 10.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64919. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hefur matvælaverð alltaf lækkað þegar ríki hafa gengið í Evrópusambandið?
- Mun áfengisverð lækka ef við göngum í ESB?
- Yrði ódýrara að fljúga til útlanda ef Ísland gengi í ESB?
- Hvernig mun verð á nýjum bílum breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu?
- Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun? - Myndband
- Er það satt sem sagt er að við inngöngu í ESB mundi matvælaverð að líkindum lækka um 18-25%?
- Ef Ísland yrði hluti af ESB yrðu íslensk stjórnvöld þá neydd til að lækka virðisaukaskatt svo að íslensk verslun stæðist samkeppni frá öðrum Evrópuríkjum?