Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?
Spyrjandi
Marín Laufey Davíðsdóttir
Svar
Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evrópu losnaði undan oki harðstjórnar og kúgunar. Í suðurhluta Evrópu voru einræðisstjórnir líka við völd lengi vel. Engu að síður má segja að Evrópusambandið hafi verið vel að heiðrinum komið. Fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu upp tvær heimsstyrjaldir í álfunni. Eftir það hefur friður hins vegar ríkt. Hefði rás viðburðanna getað orðið önnur? Þegar Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tók við friðarverðlaununum við hátíðlega athöfn í Osló sagði hann þetta: „Auðvitað má vera að friður hefði orðið í Evrópu án sambandsins. Kannski. Við vitum það ekki. En hann hefði aldrei orðið eins traustur, ekki friður til frambúðar heldur kalt vopnahlé.“- European Union (EU) - Nobel Lecture: From War to Peace: A European Tale. (Skoðað 4.11.2013).
- World War II - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 7.11.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 8.11.2013
Flokkun:
Efnisorð
Evrópa ESB friður friðarverðlaun Noregur heimsstyrjöld forseti leiðtogaráðið Herman van Rompuy Bandaríkin Woodrow Wilson Kola- og stálbandalagið Evrópubandalagið
Tilvísun
Guðni Th. Jóhannesson. „Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?“. Evrópuvefurinn 8.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65159. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Guðni Th. Jóhannessonforseti Íslands og prófessor í sagnfræði
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvenær var Evrópusambandið stofnað og hvaða lönd eru í því núna?
- Er Evrópusambandið ríkjasamband, stofnun eða eitthvað annað, hvað?
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 1. Jarðvegurinn
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin
- Fyrir hvað fær Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels?