Hvaða ESB-ríki utan evrusvæðisins uppfylla Maastricht-skilyrðin?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Danmörk var eina ríkið, af þeim tíu ESB-ríkjum sem standa utan evrusvæðisins, sem uppfyllti öll Maastricht-skilyrðin árið 2011, þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í febrúar 2013. Einungis þrjú ríki uppfylltu skilyrðið um verðstöðugleika og fimm ríki uppfylltu skilyrðið um vexti. Þrjú aðildarríki uppfylltu skilyrðið um afkomu hins opinbera en átta ríki skilyrðið um heildarskuldir hins opinbera. Loks uppfylltu 3 ríki skilyrðið um tveggja ára þátttöku í ERM II gengissamstarfinu. Ungverjaland var eina ríkið sem uppfyllti ekkert skilyrðanna.ESB-ríki utan evrusvæðisins | Verðbólga (%) | Vextir (%) | Afkoma hins opinbera (% af VLF) | Heildarskuldir hins opinbera (% af VLF) |
---|---|---|---|---|
Bretland | 4,5 | 2,9 | -7,8 | 85,0 |
Búlgaría | 3,4 | 5,4 | -2,0 | 16,3 |
Danmörk | 2,7 | 2,7 | -1,8 | 46,6 |
Lettland | 4,2 | 5,9 | -3,4 | 42,2 |
Litháen | 4,1 | 5,2 | -5,5 | 38,5 |
Pólland | 3,9 | 6,0 | -5,0 | 56,4 |
Rúmenía | 5,8 | 7,3 | -5,5 | 33,4 |
Svíþjóð | 1,4 | 2,6 | 0,4 | 38,4 |
Tékkland | 2,1 | 3,7 | -3,3 | 40,8 |
Ungverjaland | 3,9 | 7,6 | 4,3 | 81,4 |
--- | --- | --- | --- | --- |
Viðmiðunargildi | 3,1 | 5,2 | -3,0 | 60,0 |
- Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um hvaða ríki á EES-svæðinu uppfylla Maastricht-skilyrðin. 141. löggjafarþing 2012-2013. (Skoðað 30.05.2013).
- Skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. 2012. Kafli 23 - Maastricht-skilyrðin. (Skoðað 30.05.2013).
- Euro convergence criteria - wikipedia.org. (Skoðað 30.05.2013).
- Evruseðlar - flickr.com. (Sótt 30.05.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur31.5.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB ESB-ríki Maastricht-skilyrðin evrusvæðið verðstöðugleiki vextir langtímavextir afkoma hins opinbera ríkishalli heildarskuldir gengissamstarf evra verðbólga vaxtatölur viðmiðunargildi verg landsframleiðsla
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvaða ESB-ríki utan evrusvæðisins uppfylla Maastricht-skilyrðin?“. Evrópuvefurinn 31.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65361. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvaða evruríki uppfylla Maastricht-skilyrðin?
- Uppfyllir Ísland Maastricht-skilyrðin núna?
- Af hverju eru ekki allar þjóðir innan ESB með evru sem gjaldmiðil?
- Hverjir eru möguleikar Íslands á að tengja gengi krónunnar við evru?
- Hver var niðurstaða skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál með tilliti til þess hvort það sé hægt eða skynsamlegt að taka einhliða upp erlenda mynt?
- Gætum við tekið upp dönsku krónuna í staðinn fyrir evruna?
- Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru?
- Eru til traustar rannsóknir á því hvort efnahagslegur ávinningur hafi verið af evrusamstarfinu?
- Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?
- Ættu Íslendingar að taka upp evruna?