Spurning
Varnarmálastofnun Evrópu
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Varnarmálastofnun Evrópu (e. European Defence Agency) var stofnuð árið 2004 og hefur aðsetur í Brussel í Belgíu. Hún er liður í sameiginlegri stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum og hefur það hlutverk að:- þróa varnarbúnað og getu til hættustjórnunar,
- auka rannsóknir og tækniþekkingu á sviði öryggis- og varnarmála,
- stuðla að samstillingu og samnýtingu liðsafla og herbúnaðar aðildarríkja ESB,
- stuðla að hagstæðum skilyrðum fyrir samkeppnishæfan markað fyrir varnarbúnað í Evrópu.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 7.6.2013
Flokkun:
Efnisorð
Varnarmálastofnun Evrópu ESB Brussel öryggis- og varnarmál varnarbúnaður hættustjórnun ráðið
Tilvísun
Evrópuvefur. „Varnarmálastofnun Evrópu“. Evrópuvefurinn 7.6.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65414. (Skoðað 27.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela