Spurning
Stjórnmála- og öryggisnefndin
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Stjórnmála- og öryggisnefnd Evrópusambandsins (e. Political and Security Committee, PSC) var komið á fót með ákvörðun ráðsins (2001/78/CFSP) árið 2001 í þeim tilgangi að fylgjast með ástandi alþjóðamála á þeim sviðum sem sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum tekur til. Nefndin hefur aðsetur í Brussel og starfar undir ráði Evrópusambandsins. Í henni sitja sendiherrar aðildarríkjanna gagnvart ESB og kemur hún saman að jafnaði tvisvar í viku. Meginhlutverk nefndarinnar eru að:- taka þátt í mótun stefna sambandsins með því að leggja álitsgerðir fyrir ráðið,
- hafa umsjón og eftirlit með verkefnum mismunandi vinnuhópa ráðsins sem tengjast utanríkis- og öryggismálum og samræma störf þeirra,
- fara yfir drög að niðurstöðum ráðsins hverju sinni.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur30.8.2013
Flokkun:
Efnisorð
stjórnmála- og öryggisnefndin ESB ákvörðun ráðið sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum sendiherrar stefna eftirlit hættustjórnunaraðgerðir
Tilvísun
Evrópuvefur. „Stjórnmála- og öryggisnefndin“. Evrópuvefurinn 30.8.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65783. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Beitir Evrópusambandið ríki efnahagslegum refsiaðgerðum, í hverju felast þær?
- Hvernig beitir ESB sér gegn stríðsátökunum í Sýrlandi?
- Hvernig beitir ESB sér í refsiaðgerðum gegn Íran vegna meintra tilrauna þarlendra stjórnvalda til að koma upp kjarnorkuvopnum?
- Í hverju felast refsiaðgerðir ESB gegn Íran?
- Er Evrópusambandið með einhvers konar Evrópuher og eru aðildarríkin skyldug til að taka þátt í honum?
- Hvernig eru ákvarðanir um beitingu refsiaðgerða teknar á vettvangi Evrópusambandsins?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela