Spurning

Stjórnmála- og öryggisnefndin

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Stjórnmála- og öryggisnefnd Evrópusambandsins (e. Political and Security Committee, PSC) var komið á fót með ákvörðun ráðsins (2001/78/CFSP) árið 2001 í þeim tilgangi að fylgjast með ástandi alþjóðamála á þeim sviðum sem sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum tekur til. Nefndin hefur aðsetur í Brussel og starfar undir ráði Evrópusambandsins. Í henni sitja sendiherrar aðildarríkjanna gagnvart ESB og kemur hún saman að jafnaði tvisvar í viku.

Meginhlutverk nefndarinnar eru að:
  • taka þátt í mótun stefna sambandsins með því að leggja álitsgerðir fyrir ráðið,
  • hafa umsjón og eftirlit með verkefnum mismunandi vinnuhópa ráðsins sem tengjast utanríkis- og öryggismálum og samræma störf þeirra,
  • fara yfir drög að niðurstöðum ráðsins hverju sinni.

Ráðið getur einnig heimilað stjórnmála- og öryggisnefndinni að taka viðeigandi ákvarðanir í tengslum við hættustjórnunaraðgerðir á vegum sambandsins og veitt henni pólitískt eftirlit og stefnumarkandi stjórn þeirra (3. mgr. 38. gr. sáttmálans um Evrópusambandið).

Við þetta svar er engin athugasemd Fela