Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?
Spyrjandi
Ómar Runólfsson
Svar
Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki hérlendra stjórnvalda. Það þýðir ekki að allar ESB-gerðir fái þinglega meðferð áður en þær taka gildi. Langflestar gerðir eru teknar upp í EES-samninginn og innleiddar í landslög á grundvelli samþykkis ríkisstjórnarinnar, það er með stjórnvaldsfyrirmælum en ekki lögum. Formlegar ákvarðanir um hvaða gerðir Evrópusambandsins skuli teknar upp í viðauka EES-samningsins eru teknar á fundum sameiginlegu EES-nefndarinnar. Ákvarðanir nefndarinnar eru undirbúnar af stjórnkerfum EFTA/EES-ríkjanna, oftast af sérfræðingum í viðeigandi fagráðuneyti, í samvinnu við EFTA-skrifstofuna.- Daginn eftir að ákvörðun er tekin í sameiginlegu EES-nefndinni, ef gerð hefur þegar öðlast gildi í ESB.
- Á gildistökudegi gerðarinnar, ef hann er síðar.
- Ef gerð er með stjórnskipulegum fyrirvara þá öðlast gerðin gildi fyrsta dag annars mánaðar eftir að öll ríki hafa aflétt stjórnskipulegum fyrirvara sínum, nema gildistökudagur sé síðar í ESB.
- Yfirlit yfir EES-samninginn | EES | Samningar | Viðskipti | Málefni | Utanríkisráðuneytið.
- Utanríkisráðuneytið. 2003. Handbók Stjórnarráðsins um EES.
- Alþingi - Reglur um þinglega meðferð EES-mála.
- Skýrsla nefndar um lögleiðingu EES-gerða frá 16. september 1998
- Mynd: EFTA sign by the Clanrye River (C) Eric Jones :: Geograph Ireland. Höfundur: Eric Jones. (Sótt 17.11.2014).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur19.11.2014
Flokkun:
Efnisorð
tilskipanir reglugerðir gerðir afleidd löggjöf EES-samningurinn gildi stjórnskipulegur fyrirvari lög stjórnvaldsfyrirmæli sameiginlega EES-nefndin
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?“. Evrópuvefurinn 19.11.2014. http://evropuvefur.is/svar.php?id=68561. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvernig innleiðir Ísland tilskipanir og annað frá ESB?
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn?
- Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins?
- Hvert er eðli EES-samningsins?
- Hvað er undanskilið í EES-samningnum?