Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að réttindi minnihlutahópa - 57 svör fundust
Niðurstöður

Hvaða áhrif hefur ESB haft á stöðu innflytjenda?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa alla tíð verið treg til að afsala sér valdi á sviði innflytjendamála og hefur reglusetning sambandsins á því sviði þar af leiðandi verið brotakennd. Sumar reglur ESB er varða innflytjendur eru til þess fallnar að koma í veg fyrir fólksflutninga til landa ESB en í öðrum tilvikum h...

Er Evrópusambandið ríkjasamband, stofnun eða eitthvað annað, hvað?

Samvinna aðildarríkja Evrópusambandsins á sér enga hliðstæðu. Hefðbundin hugtök um samstarf ríkja og svæða duga því skammt til að lýsa sambandinu. Evrópusambandið er til að mynda milliríkjastofnun en þó óhefðbundin sem slík. Ólíkt flestum alþjóðlegum eða svæðisbundnum stofnunum, sem leggja grunninn að milliríkjasa...

Hvaða réttarstöðu hafa menntaðir nálastungulæknar í Evrópu?

Evrópusambandið hefur gefið út tilskipun um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og hefur hún verið innleidd í lög hér á landi á grundvelli EES-samningsins. Tilskipuninni er ætlað að tryggja að einstaklingar sem hafa aflað sér sérfræðiþekkingar eigi rétt á að nýta þá þekkingu og að hún sé viðurkennd í öðrum að...

Hvernig er samskiptum ESB og Rússlands háttað?

Samskipti Rússlands og Evrópusambandsins grundvallast á samstarfssamningi frá árinu 1997. Hann hefur það að markmiði að efla viðskipti og stuðla almennt að farsælu sambandi milli Rússlands og ESB. Sambandið var eflt árið 2003 með stofnun fjögurra svonefndra sameiginlegra svæða. Leiðtogar Rússlands og ESB halda fun...

Hvernig er byggðastefna ESB framkvæmd?

Byggðastefnu Evrópusambandsins (e. Regional Policy) er ætlað að auka jafnvægi milli svæða og efla efnahagslega og félagslega samheldni innan sambandsins (174. gr. sáttmálans um starfshætti ESB). Byggðastefnan er framkvæmd með styrkjum úr uppbyggingarsjóðum sambandsins (e. Structural Funds) sem eiga meðal annars að...

Hvetur ESB til einkaframtaks með stuðningi við fyrirtæki?

Evrópusambandið leggur áherslu á að skapa hagstætt umhverfi á innri markaði fyrir einkaframtak og nýsköpun. Meðal annars tryggir löggjöf ESB smáfyrirtækjum aðgang að ríkisaðstoð og styrkjum, einkum í gegnum byggðastefnu Evrópusambandsins, en smá og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja í ESB og því afar m...

Hvert er eðli ESB-sáttmálanna?

EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því erfitt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum, eins ...

Hver er stefna ESB þegar kemur að viðskipta- og fríverslunarsamningum?

Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) komu sér upp sameiginlegum tollum um leið og tollar voru felldir niður þeirra á milli með tollabandalagi árið 1968. Litið er svo á innan sambandsins að fríverslun aðildarríkjanna sín á milli hafi verið ein af undirstöðum velsældar í álfunni undanfarin 50 ár. Þegar vara er flutt ...

Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum?

Árið 2010 kvað forseti dómstóls Evrópusambandsins upp þann úrskurð að eftirlitsstofnun EFTA hefði ekki rétt til meðalgöngu í málum sem rekin væru milli aðildarríkja ESB, milli stofnana ESB eða milli aðildarríkja annars vegar og stofnana sambandsins hins vegar. Þessi úrskurður hefur í för með sér að framkvæmdastjór...

Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB veitir öllum aðildarríkjum jafnan aðgang að hafsvæðum sambandsins. Þessi regla sætir þó takmörkunum og veitir ekki jafnan aðgang að veiðum. Ákvarðanir um heildarafla og veiðiheimildir einstakra aðildarríkja eru teknar af landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu á grundvelli reglunnar ...

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn

Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið (KSB) sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á s...

  • Síða nr. 1 2 3 4

Leita aftur: