Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) hefur frá upphafi verið ein helsta stofnun ESB. Stofnunin er sjálfstæð og á ekki að vera undir áhrifum aðildarríkja sambandsins (3. töluliður 17. gr. sáttmálans um Evrópusambandið (SESB) og 1. mgr. 245. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE...
Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins (e. European External Action Service, EEAS) var stofnuð með gildistöku Lissabon-sáttmálans og tók formlega til starfa ári síðar, þann 1. desember 2010. Tilgangurinn með stofnun utanríkisþjónustunnar var að sameina undir einn hatt þau verkefni sem falla undir sameiginlega stefnu ...
Aðildarríki ESB eru 28 talsins. Stofnríki sambandsins voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg en við stofnun þess árið 1958 gekk það undir heitinu Efnahagsbandalag Evrópu. Nokkrum árum áður, árið 1952, höfðu sömu ríki einnig stofnað Kola- og stálbandalagið. Á næstu þremur áratugum gengu Bre...
Stoðaskipulaginu (e. pillar structure) var komið á með Maastricht-sáttmálanum sem gekk í gildi árið 1993. Sáttmálinn er stofnsáttmáli Evrópusambandsins sem gegndi til að byrja með hlutverki eins konar þaks í stoðaskipulaginu. Evrópubandalögin, það er Evrópubandalagið, Kjarnorkubandalag Evrópu og Kola- og stálbanda...
Menntaáætlun ESB (e. Life Long Learning Programme) er samstarfsverkefni aðildarríkja ESB á sviði menntamála. Markmið Menntaáætlunarinnar er einkum að hjálpa einstaklingum, grunn-, framhaldsskóla- og háskólanemum, iðnnemum, kennurum og fleirum, að kynnast öðrum ESB-ríkjum og stunda þar nám og störf. Áætlunin nær yf...
Viðskiptastefnunefnd ESB (e. Trade Policy Committee) heyrir undir ráðið og í henni sitja fulltrúar allra aðildarríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að aðstoða framkvæmdastjórn sambandsins í fríverslunarviðræðum við önnur ríki eða ríkjahópa utan sambandsins, innan þess ramma s...
Stjórnartíðindi Evrópusambandsins voru fyrst gefin út þann 30. desember 1952. Þá nefndust þau stjórnartíðindi Kola- og stálbandalagsins og síðar stjórnartíðindi Evrópubandalagsins. Núverandi nafn fengu stjórnartíðindin þegar Nice-sáttmálinn gekk í gildi árið 2003.
Stjórnartíðindin eru gefin út alla virka daga ...
Í sáttmálanum um Evrópusambandið er kveðið á um að þingmenn á Evrópuþinginu skuli ekki vera fleiri en 750, auk forseta. Formlega eru þingsætin því samtals 751. Á grundvelli tímabundinnar aðlögunar að Lissabon-sáttmálanum auk aðildar Króatíu að sambandinu verða þingsætin þó 766 til loka yfirstandandi kjörtímabils, ...
Leiðtogaráðið (European Council) er skipað leiðtogum aðildarríkjanna, yfirleitt forsætisráðherrum en til dæmis er Frakklandsforseti fulltrúi Frakka í ráðinu. Einnig situr í ráðinu sérstakur forseti sem undirbýr fundi þess, stýrir þeim og kemur fram í nafni ráðsins. Leiðtogaráðið heldur fundi allt að fjórum sinnum ...
Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna...
Uppbyggingarsjóðir Evrópusambandsins eru þrír: Byggðaþróunarsjóður, Félagsmálasjóður og Samheldnisjóður. Þeir hafa það hlutverk að styðja við markmið byggðastefnu Evrópusambandsins um að auka efnahags- og félagslega samleitni milli svæða sambandsins. Samanlagt hafa uppbyggingarsjóðirnir yfir að ráða 347 milljörðum...
Nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna (fr. Comité des représentants permanents, COREPER) gegnir því hlutverki að undirbúa fundi ráðherraráðsins. Öll mál sem koma fyrir nefndina eru rædd og skjöl yfirfarin áður en þau fara fyrir ráðherraráðið. Nefnd fastafulltrúanna skiptist í tvær aðskildar nefndir sem hvor um sig h...
Stofnun ESB í öryggisfræðum (e. European Union Institute for Security Studies, EUISS) var komið á fót árið 2002. Hún er sjálfstæð stofnun Evrópusambandsins og starfar undir sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum.
Meginhlutverk stofnunarinnar er að greina álitaefni í utanríkis-, öryggis- og varnar...
Þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild að Evrópusambandinu hafa verið haldnar í 15 aðildarríkjum af 28. Aðild hefur einnig farið í þjóðaratkvæði í Bretlandi, Grænlandi, Álandseyjum og Noregi (í tvígang). Ekki voru haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur í stofnríkjunum sex né í Grikklandi, Spáni, Portúgal, Kýpur, Búlgaríu og Rúme...
Evrópusambandið hefur ekki mótað heildstæða stefnu um kjarnorkuvopn þar sem afstaða aðildarríkjanna er mjög mismunandi. Sum aðildarríki treysta á kjarnorkuvopn til að tryggja öryggi sitt á meðan önnur telja kjarnorkuvopn ógna öryggi. Þau ESB-ríki sem einnig eru aðilar að NATO samþykkja að einhverju leyti jákvætt h...