Yrðu einhverjar breytingar á íslenska kvótakerfinu við inngöngu í ESB?
Spyrjandi
Arnar V. A
Svar
Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins sú að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í Evrópusambandinu er veiðiheimildum skipt milli aðildarríkja ESB samkvæmt meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Reglan felur í sér að hlutdeild hvers ríkis í leyfilegum hámarksafla skuli byggjast á veiðireynslu þess á tilteknum fiskistofnum en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þannig eiga veiðar einstakra ríkja að haldast hlutfallslega stöðugar til langs tíma. Nánar er fjallað um úthlutun veiðiheimilda í svari höfundar við spurningunni Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?- Rýniskýrsla samninganefndar í sjávarútvegsmálum. (2011). „Sjávarútvegsmál - Fiskveiðistjórnun og umhverfið: Yfirlit yfir sjónarmið sem taka þarf tillit til vegna sérstöðu Íslands". (Skoðað 25.7.2012).
- Skýrsla starfshóps á vegum utanríkisráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytis og hagsmunasamtaka í íslenskum sjávarútvegi. (2004). „Fiskveiðiauðlindin, Ísland og Evrópusambandið“. (Skoðað 25.7.2012).
- Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis. (2009). (Skoðað 25.7.2012).
- Fishing - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 25.7.2012).
Hvernig breytingum á fiskimiðum okkar sem og kvótakerfinu ættum við von á?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.7.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB sjávarútvegur kvótakerfið hámarksafli reglan um hlutfallslegan stöðugleika veiðireynsla veiðiheimildir aflaheimildir útgerðir tæknilegar sóknartakmarkanir fiskistofn
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Yrðu einhverjar breytingar á íslenska kvótakerfinu við inngöngu í ESB?“. Evrópuvefurinn 27.7.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62425. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?
- Um hvað snýst umræðan um áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?
- Fengju erlendir togarar aðgang að veiðum innan íslenskrar efnahagslögsögu, óháð hugsanlegum útfærslum í aðildarsamningi Íslands og ESB, ef Ísland yrði aðili að ESB?
- Hvaða áhrif mundi innganga Íslands í ESB hafa á frelsi í viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir?