Hver er staða smáríkja innan ESB?
Spyrjandi
Jökull Torfason
Svar
Geta smáríkja til að hafa áhrif innan Evrópusambandsins er umdeild en uppbygging sambandsins veitir aðildarríkjunum ólíka möguleika. Stærri aðildarríkin hafa fleiri atkvæði í ráðinu og fleiri fulltrúa á Evrópuþinginu en þar að auki búa þau yfir meira fjármagni, mannauði og viðameiri stjórnsýslu. Smáríki hafa minni vigt í ákvörðunartökuferlinu vegna færri fulltrúa og atkvæða. Þau geta ekki beitt sér á jafn mörgum sviðum sökum smærri stjórnsýslu og þurfa því að forgangsraða málefnum sínum. Til að bregðast við þessum takmörkunum hafa smáríki lagt áherslu á að byggja upp óformleg tengsl við stofnanir Evrópusambandsins og reynt að nýta tíma sinn í forsæti ráðsins vel.- Archer, C. og Nugent, N. (2002). Introduction: Small States and the European Union. Current Politics and Economics of Europe, 11:1-10.
- Baldur Þórhallson. (2000). The Role of Small States in the European Union. London: Ashgate Publishing Limited.
- Baldur Þórhallsson. (2006). The Size of States in the European Union: Theoratical and Conceptual Perspectives. European Integration, 28:7-31.
- Jóhanna Jónsdóttir. ([án árs]). Áhrif Íslands á stefnumótun ESB fyrir og eftir inngöngu í sambandið.
- Baldur Þórhallsson og Anders Wivel, Small States in the European Union: What Do We Know and What Would We Like to Know? Cambridge Review of International Affairs, vol. 19, nr. 4, 2006.
- Björn G. Ólafsson. (1998). Small States in the Global System: Analysis and illustrations from the case of Iceland. London: Ashgate Publishing Limited.
- EFTA Secretariat (2002), 'The European Economic Area: Decision Shaping and Participation in Committees', in Glúmur Baldvinsson (ed.), EFTA Bulletin (Brussels).
- Sjálfstæðisflokkurinn. (2009). Skýrsla Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík: Sjálfstæðisflokkurinn.
- Panke, Diana (2008), 'Small States in the EU: Coping with Structural Disadvantages', paper given at ECPR Standing Group on the European Union Pan European Conference on EU Politics, Riga, Latvia, 25-27 September.
- Fyrri mynd sótt á heimsíðu Globa Visas
- Seinni mynd sótt á heimasíðu News From Polland
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.1.2012
Efnisorð
smáríki Evrópusambandið aðildarríki yfirþjóðlegt vald hagsmunir hagsmunagæsla stjórnsýsla framkvæmdastjórnin ráðið aukinn meirihluti Evrópuþingið smáríkjakenningar forsæti ráðsins norðurslóðaáætlunin
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hver er staða smáríkja innan ESB?“. Evrópuvefurinn 27.1.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60223. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Í þessu svari er löngu máli eytt í að draga fjöður yfir tvær tölulegar staðreyndir um áhrif Íslands sem smáríkis í ESB.
Ísland fengi 6 þingmenn af 750 á Evrópuþinginu, sem eru 0,8 prósent áhrif. Ísland fengi um 0,9 prósent atkvæða í ráðinu, líkt og Malta í dag. Í framtíðinni mun atkvæðavægið minnka niður í 0,08 prósent. Það er miður að vettvangur sem gefur sig út fyrir að vera hlutlaus skuli leggja sig fram um að sveipa umræðuna um ESB-umsóknina þoku.Sæll Páll og takk fyrir athugasemdina.
Það er sjálfsagt mál að bæta frekari tölulegum upplýsingum við svarið. Það er vissulega satt að ef til inngöngu Íslands í ESB kæmi fengi Ísland 6 þingmenn á Evrópuþinginu sem myndi samsvara 0,8% af heildarfjölda allra þingmanna, líkt og kemur fram í svari Evrópuvefsins við spurningunni ´Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn í vægi aðildarríkjanna innan Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar?´ Sömuleiðis má áætla að atkvæðavægi Íslands innan ráðsins yrði það sama og Möltu en nánari umfjöllun um atkvæðavægi ríkja í ráðinu er að finna í svari við spurningunni ´Nákvæmlega hverju breytir Lissabon-sáttmálinn um áhrif smáríkja innan ráðs ESB á næstu árum?´ Við höfum bætt tenglum í þessi svör við svarið og vonum að þér finnist þetta skýrara núna.