Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?
Spyrjandi
Egill Almar Ágústsson
Svar
Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu ríkisstyrki, það er að segja styrki frá aðildarríkjunum sjálfum, sem geta haft áhrif á viðskipti milli ríkjanna með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni á innri markaði ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inngrip ríkisins er talið nauðsynlegt til að tryggja skilvirkt og sanngjarnt hagkerfi. Sjá nánar um almenn skilyrði fyrir undanþágum í svari við spurningunni Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja? Undanþágur frá ríkisaðstoðarreglum ESB eru veittar vegna ákveðinna tegunda af ríkisstyrkjum til landbúnaðar sem ekki eru taldir bjaga samkeppni. Þar er um að ræða styrki til áhættu- og krísustjórnunar (e. aid for risk and crisis management), skógræktar og nokkrar aðrar tegundir styrkja. Sjá umfjöllun um ríkisstyrki til skógræktar í svari við spurningunni Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB? Styrkir sem Evrópusambandið veitir til landbúnaðar innan sambandsins samkvæmt sameiginlegri landbúnaðarstefnu þess eru ekki skilgreindir sem ríkisstyrkir í skilningi sáttmála ESB, en ýmiss konar stuðningur við landbúnað og byggðamál hefur frá upphafi verið einn stærsti þátturinn í útgjöldum sambandsins.
- Til að bæta fyrir skaða sem landbúnaðarframleiðsla verður fyrir vegna náttúruhamfara eða óvenjulegra atburða, óhagstæðra veðurskilyrða eða útbreiðslu dýra- eða plöntusjúkdóma, og til trygginga gegn þess konar áhættu.
- Við stöðvun framleiðslu, vinnslu og markaðssetningar á landbúnaðarvörum.
- Til björgunar og enduruppbyggingar á fyrirtækjum í erfiðleikum.
- Til greiðslu iðgjalda.
- Í tengslum við smitandi heilahrörnunarsjúkdóma í búfénaði (til dæmis kúariðu)
- Til harðbýlla svæða.
- Til atvinnuuppbyggingar.
- Til að auglýsa landbúnaðarvörur.
- Til rannsókna og þróunar.
- Til þjálfunar.
- Vegna fjárfestinga.
- Í formi trygginga eða endurgjalds vegna opinberrar þjónustu.
- Í formi undanþágu frá skatti eða niðurfellingar. Á við um orku eða rafmagnsafurðir sem eru notaðar við frumgeira landbúnaðarframleiðslu og aðrar vörur sem halda framleiðslunni gangandi.
- Leiðbeiningar framkvæmdastjórnar ESB fyrir ríkisaðstoð til landbúnaðar og skógræktar
- Tilskipun ráðs ESB um skattlagningu orkuafurða og rafmagns
- Framkvæmdastjórn ESB, stjórnarsvið fyrir umhverfið: Natura 2000 network
- Reglugerð framkvæmdastjórnar ESB um ríkisaðstoð til smárra og miðlungsstórra fyrirtækja í landbúnaðarframleiðslu
- Heimasíða ESB. Ríkisaðstoð til landbúnaðar: Leiðbeiningar fyrir ríkisaðstoð til landbúnaðar og skógræktar 2007-2013 – Almennt yfirlit
- Reglugerð ráðs ESB um stuðning til dreifbýlisþróunar
- Reglugerð framkvæmdastjórnar ESB um lágmarksaðstoð til landbúnaðar
- Utanríkisráðuneytið: ESB-aðild og íslenskur landbúnaður
- Framkvæmdastjórn ESB, stjórnarsvið fyrir landbúnað og dreifbýlisþróun: Ríkisaðstoð.
- Fyrri mynd sótt 18.8.2011 af heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB
- Seinni mynd sótt 18.8.2011 af upplýsingasíðu um ríkisstyrki á vegum skosku heimastjórnarinnar
Hvetur ESB til framleiðslustyrkja til einkafyrirtækja þ.e. fyrir utan landbúnað? Bannar ESB opinbera styrki til einkafyrirtækja?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur18.8.2011
Flokkun:
Efnisorð
landbúnaður ríkisaðstoð ystu svæði ESB harðbýl svæði skógrækt umhverfisvænn landbúnaður fjárfestingar lágmarksaðstoð framleiðsluhópar velferð dýra hreinlæti
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?“. Evrópuvefurinn 18.8.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60423. (Skoðað 1.4.2025).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja?
- Er ríkisaðstoð til sjávarútvegs leyfileg innan ESB?
- Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?
- Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB?
- Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP?