Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?
Spyrjandi
Ragnar Torfi Geirsson
Svar
Króatar kusu um aðild að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012. Á kjörseðlinum stóð: „Ert þú hlynntur aðild lýðveldisins Króatíu að Evrópusambandinu? Með - Á móti“. Kosningaþátttaka var í kringum 43% og þar af voru 67% kjósenda samþykkir aðild. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu í sambandið þann 1. júlí 2013, að fengnu samþykki Evrópuþingsins og þjóðþinga allra aðildarríkja ESB. Króatía verður annað ríki fyrrum Júgóslavíu sem gengur í sambandið en Slóvenía hlaut aðild árið 2004.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur24.2.2012
Flokkun:
Efnisorð
Króatía Króatar aðildarviðræður aðildarsamningur þjóðaratkvæðagreiðsla kjörseðill kjósendur kosningaþátttaka aukinn meirihluti Slóvenía
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?“. Evrópuvefurinn 24.2.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61998. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum