Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir Ísland ef við töpum Icesave-málinu?
Spyrjandi
Jón Heiðar Þorsteinsson
Svar
Hinn 15. desember 2011 höfðaði eftirlitsstofnun EFTA mál gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Dómkröfur eftirlitsstofnunarinnar lúta að því að EFTA-dómstóllinn lýsi því yfir að aðgerðir og aðgerðaleysi íslenska ríkisins vegna svokallaðra Icesave-reikninga í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hafi falið í sér brot á skyldum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Sá fyrirvari er sjálfsagður að það er alls ekki víst að Ísland tapi umræddu samningsbrotamáli þar sem raunverulegur ágreiningur er til staðar um skyldur ríkisins varðandi Icesave-reikningana. Til skýringar má einnig nefna að niðurstaða EFTA-dómstólsins um samningsbrot Íslands mundi ekki fela í sér aðfararhæfan dóm um greiðsluskyldu á ákveðinni upphæð, líkt og mögulega væri að finna í dómsorði íslenskra dómstóla, heldur er aðeins krafist viðurkenningar á því að umrætt brot hafi átt sér stað.- Q&A-Icesave.pdf. (Skoðað 24.8.2012).
- Icesave - Norway Supports Iceland in Court Case. (Sótt 24.8.2012).
Nú stendur yfir málflutningur í Icesave málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir Ísland ef við töpum málinu?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur24.8.2012
Flokkun:
Efnisorð
EFTA Icesave dómsmál Landsbankinn EFTA-dómstóllinn eftirlitsstofnun EFTA dómur lögfræði Evrópa málaferli Ísland Bretland Holland samningsbrotamál
Tilvísun
Þorbjörn Björnsson. „Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir Ísland ef við töpum Icesave-málinu?“. Evrópuvefurinn 24.8.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62787. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorbjörn Björnssonlögfræðingur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Afleiðingar þess ef dómur fellur sem kveður á um ríkisábyrgð á innstæðum er að þá myndi stofnast yfir 500 milljarða krafa vegna ríkisábyrgðargjalds sem yrði að lögveðskröfu í þrotabú Landsbankans og stæði því framar kröfum vegna innstæðna. Álíka stór krafa myndi jafnframt falla á núverandi banka fyrir ríkisábyrgðargjaldi af innlendum innstæðum. Bankakerfið myndi þurrkast út í heild sinni en skyndilega ætti íslenska ríkið meira en nóg fyrir öllum erlendum skuldum sínum. Þetta yrði ekki tap heldur stórsigur fyrir Ísland. Hinsvegar er alveg sama á hvorn veginn það fer, afleiðingarnar geta ekki orðið annað en hræðilegar fyrir önnur Evrópuríki sem munu annaðhvort fara á hausinn, eða bankarnir þeirra, eða bæði.