Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?
Spyrjandi
Guðjón Eiríksson
Svar
Löggjöf ESB skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra á meðan aðildarviðræður standa yfir milli Evrópusambandsins og umsóknarríkis. Framkvæmdastjórn ESB hefur metið það svo að 21 kafli af þessum 35 heyri undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið; 10 kaflar að öllu leyti og 11 kaflar að stórum hluta.- Frjálsir vöruflutningar (kafli 1).
- Opinber innkaup (kafli 5).
- Hugverkaréttur (kafli 7).
- Samkeppnismál (kafli 8).
- Matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði (kafli 12).
- Orkumál (kafli 15).
- Hagtölur (kafli 18).
- Fyrirtækja- og iðnstefna (kafli 20).
- Frjáls för vinnuafls (kafli 2).
- Staðfesturéttur og þjónustufrelsi (kafli 3).
- Frjálsir fjármagnsflutningar (kafli 4).
- Félagaréttur (kafli 6).
- Fjármálaþjónusta (kafli 9).
- Upplýsingasamfélagið og fjölmiðlar (kafli 10).
- Flutningastarfsemi (kafli 14).
- Félags- og atvinnumál (kafli 19).
- Samevrópsk net (kafli 21).
- Vísindi og rannsóknir (kafli 25).
- Menntun og menning (kafli 26).
- Umhverfismál (kafli 27).
- Neytenda- og heilsuvernd (kafli 28).
- Kafli 22 um byggðastefnu og samræmingu uppbyggingarsjóða, sem samningahópurinn um byggða- og sveitarstjórnarmál fer með.
- Kafli 16 um skattamál, 29 um tollabandalag, 32 um fjárhagslegt eftirlit og 33 um fjárhags- og framlagamál, sem samningahópurinn um fjárhagsmálefni fer með.
- Kafli 23 um réttarvörslu og grundvallarréttindi og 24 um dóms- og innanríkismál, sem samningahópurinn um dóms- og innanríkismál annast.
- Kafli 11 um landbúnað og dreifbýlisþróun sem er í höndum samningahópsins um landbúnaðarmál.
- Kafli 17 um efnahags- og peningamál sem fellur í verkahring samningahópsins um gjaldmiðilsmál.
- Kafli 13 um sjávarútvegsmál sem er í höndum samningahópsins um sjávarútvegsmál.
- Kafli 30 um utanríkistengsl og 31 um utanríkis-, öryggis- og varnarmál sem tilheyra samningahópnum um utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál.
- Kafli 35 um önnur mál sem er í umsjón samningahópsins um lagaleg málefni, og kafli 34 um stofnanir ESB. Ekki er sérstaklega samið um þessa tvo síðastnefndu kafla á meðan aðildarviðræður standa yfir.
- www.vidraedur.is
- Fyrri mynd sótt á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, 5.7.2012.
- Seinni mynd sótt á www.evropuvaktin.is, 5.7.2012.
Aðildarsamningur að ESB skiptist í 35 kafla. Hverjir af þeim heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 6.7.2012
Efnisorð
aðildarviðræður aðildarsamningur samningskaflar viðræður EES-samningurinn rýnifundir ríkjaráðstefna þjóðaratkvæðagreiðsla samningahópar samninganefnd
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?“. Evrópuvefurinn 6.7.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62882. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum