Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er afar umfangsmikil. Ritið telur rúmar 600 blaðsíður og skiptist í 25 kafla. Niðurstöður skýrslunnar eru því eins og gefur að skilja margvíslegar og verður hér aðeins stiklað á stóru. Fjallað er ítarlega um ólíka valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum svo sem upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu og inngöngu í efnahags- og myntbandalag Evrópu, mismunandi möguleika á tengingu krónunnar við annan gjaldmiðil og upptöku á öðrum gjaldmiðli án formlegrar aðildar að myntsvæðinu. Niðurstaða samanburðar á kostum og göllum þessara valkosta er sú að ef á annað borð verði ákveðið að tengja gengi krónunnar öðrum gjaldmiðli eða taka upp annan gjaldmiðil sé tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn (20. kafli).„Takist evruríkjunum og Evrópusambandinu að leysa úr núverandi vanda með viðunandi hætti er ef til vill auðveldara að ná því markmiði innan evrusvæðisins, vegna þess að ýmis áhætta tengd gjaldmiðlinum minnkar. Ávinningurinn er hins vegar háður því að innlend efnahagsstefna einkennist af fullnægjandi aðhaldssemi, að opinberum skuldum verði haldið í skefjum, aðilar á vinnumarkaði hafi getu til að aðlagast ytri áföllum, eftirlit með fjármálakerfinu sé nægilegt og að þjóðhagsvarúðartækjum verði beitt til þess að draga úr þeirri tilhneigingu fjármálakerfisins að ýta undir sveiflur í þjóðarbúskapnum, án þess þó að skaða eðlilega framþróun efnahagslífisins“ (bls. 423).Heimildir og myndir:
- Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum.pdf. (Sótt 18.09.2012).
- Peningastefnunefnd - seðlabanki.is. (Sótt 14.09.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur21.9.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB evra króna gjaldeyrismál gengismál Seðlabanki Íslands gjaldmiðill efnahags- og myntbandalag myntsvæði utanríkisviðskipti ábati uppgjörsmynt hagfræði upptaka tenging evrusamstarf skuldakreppa fjármagnshöft
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?“. Evrópuvefurinn 21.9.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63297. (Skoðað 23.11.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Ættu Íslendingar að taka upp evruna?
- Mundi það þýða endalok ESB ef evrusamstarfið liðaðist í sundur - og þá sérstaklega í ljósi fjórfrelsisins?
- Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru?
- Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?
- Getur evruríki yfirgefið evrusamstarfið?
- Mundu sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hafa í för með sér að íslenska ríkið gæti tekið lán á hagstæðari vöxtum, ef Ísland væri aðili að myntbandalaginu?
- Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?
- Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?
Helsti gallinn við skýrsluna er að titill hennar er rangnefni með því að vera í fleirtölu. Annað sem á eftir kemur er samkvæmt því.
Þeir meginvalkostir sem fjallað er um í skýrslunni eru nefnilega þessir: 1. Að taka upp evru. 2. Að taka ekki upp evru. En augljóslega er þetta aðeins einn valkostur, og umfjöllunin snýr að því hvort hann skuli taka eða ekki. Titill skýrslunnar ætti því til að byrja með að vera í eintölu. Þessi eini valkostur sem um er rætt er þar að auki ekki valkostur nema Ísland yrði fyrst aðili að Evrópusambandinu og myndi síðan uppfylla Maastricht-skilyrðin. Það kemur reyndar fram í skýrslunni svo hún er ekki alvond.