Munu almenningssamgöngur verða betri og hraðari og verða hér lestasamgöngur ef við göngum í ESB?
Spyrjandi
Elísa Líf Ingvarsdóttir
Svar
Ákvarðanir um það hvort hér verði byggt upp lestarkerfi eða viðbætur gerðar á íslensku samgöngukerfi eru óháðar mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef íslensk stjórnvöld ákveða að koma á fót lestarkerfi hérlendis mundi það þurfa að fylgja reglum Evrópusambandsins um lestasamgöngur, hvort sem við værum í ESB eða stæðum fyrir utan það. Ástæðan er sú að EES-samningurinn kveður á um þetta. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið fengi það fulla aðild að uppbyggingarsjóðum ESB sem styrkja meðal annars verkefni á sviði samgöngumála.- Ísland fengi fulla aðild að uppbyggingarsjóðum ESB sem styrkja meðal annars verkefni á sviði samgöngumála.
- Ísland fengi aðild að samstarfsáætluninni TEN-T13 (e. Trans European Networks, TEN) og Galileo-áætluninni á sviði samgöngumála og þar af leiðandi aðgang að sjóðum áætlananna.
- Íslensk stjórnvöld hefðu aukna aðkomu að ákvarðanatökuferli Evrópusambandsins á sviði samgöngumála. Þátttaka Íslands í ráðinu mundi tryggja virkan þátt Íslands í að semja og samþykkja reglur sambandsins í samgöngumálum. Þetta væri einkum mikilvægt á sviðum þar sem Ísland hefur sérstöðu, til dæmis vegna fámennis (dreifbýlis) og náttúru.
- Samningsafstaða Íslands um flutningastarfsemi (14. kafli). (Skoðað 08.02.2013).
- Rýniskýrsla samninganefndar Íslands um samgöngur. (Skoðað 08.03.2013).
- Skýrsla Reykjavíkurborgar: Samgönguskipulag í Reykjavík. (Skoðað 08.03.2013).
- Tillaga til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna. (Skoðað 08.03.2013).
- Stofnvegakerfi höfðuborgarsvæðisins 2007: Úttekt á núverandi ástandi og framtíðarhorfur. (Skoðað 08.03.2013).
- Lest - Flicr.com. (Sótt 08.03.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 8.3.2013
Efnisorð
ESB samgöngumál lestir hraðlest á milli keflavíkur og reykjavíkur almenningssamgöngur lestarsamgöngur samgöngumál léttlestarkerfi Byggðaþróunarsjóður ESB íslenskt lestarkerfi samgöngugreinar uppbyggingarsjóðir ESB
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Munu almenningssamgöngur verða betri og hraðari og verða hér lestasamgöngur ef við göngum í ESB?“. Evrópuvefurinn 8.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63658. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvernig gæti innganga í ESB haft áhrif á dreifbýl svæði eins og Austurland?
- Yrði ódýrara að fljúga til útlanda ef Ísland gengi í ESB?
- Í hvað er útgjöldum ESB varið?
- Samræmist það evrópskum lögum að veita bara finnskum stúdentum afslátt á lestarmiðum í Finnlandi en ekki stúdentum frá öðrum ESB-löndum?