Gætum við tekið upp dönsku krónuna í staðinn fyrir evruna?
Spyrjandi
Sigurður Steinar Valdimarsson
Svar
Já, Ísland gæti tekið upp dönsku krónuna í stað evru. Tenging við eða upptaka dönsku krónunnar yrði þó að vera einhliða af hálfu Íslands, án sérstaks samráðs við dönsk stjórnvöld, sökum þátttöku Danmerkur í evrópska gengissamstarfinu. Þetta er vegna þess að Evrópusambandið leggst gegn því að utanaðkomandi ríki taki upp evru eða tengi gjaldmiðil sinn við hana nema í gegnum hið skilgreinda ferli ESB. Ísland gæti því ekki gert samkomulag við Danmörku um veigamikla þætti líkt og endurnýjun ónýtra seðla, hlutdeild í myntsláttuhagnaði, lausafjárfyrirgreiðslu við bankakerfið og aðild að stjórnun peningamála. Með einhliða tengingu við dönsku krónuna eða með upptöku hennar yrði Ísland þó óbeint aðili að evrusvæðinu.- Skýrsla Seðlabanki Íslands 2012. 19 kafli: Einhliða upptaka annars gjaldmiðils. (Skoðað 13.12.2012).
- Skýrsla Seðlabanki Íslands 2012. 20 kafli: Hvaða gjaldmiðill? (Skoðað 13.12.2012).
- Danmarks National Bank - Foreign-exchange policy / ERM II. (Skoðað 13.12.2012).
- Jón Steinsson - Hugleiðingar um peningamálastefnu eftir höft. (Skoðað 13.12.2012).
- the danish krona - flickr.com. (Sótt 13.12.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur14.12.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB evran danska krónan krónan gjaldeyrismál einhliða upptaka evrópska gengissamstarfið myntsláttuhagnaður lausafjárfyrirgreiðsla einhliða tenging upptaka gjaldmiðils evrusvæðið Danmörk Maastrich - skilyrðin tvíhliða samninga
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Gætum við tekið upp dönsku krónuna í staðinn fyrir evruna?“. Evrópuvefurinn 14.12.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63676. (Skoðað 23.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvaða Norðurlönd hafa evru sem gjaldmiðil?
- Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?
- Ættu Íslendingar að taka upp evruna?
- Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?
- Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi?
- Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?
- Mundi það þýða endalok ESB ef evrusamstarfið liðaðist í sundur - og þá sérstaklega í ljósi fjórfrelsisins?
Þetta er ekki athugasemd sem slík, bara viðbótarupplýsingar.
Forsætisráðherra Noregs var spurður í fréttaviðtali rétt eftir efnahagshrunið á Íslandi hvort Ísland ætti e.t.v. að taka upp norska krónu, en hann lagðist gegn hugmyndinni.