Geta háskólar í Skotlandi krafið Íslendinga um hærri skólagjöld af því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu heldur aðeins aðili að EES-samningnum?
Spyrjandi
Geir Hólmarsson
Svar
Stutta svarið er já. Aðilum að EES-samningnum er heimilt að mismuna námsmönnum eftir ríkisfangi, hafi þeir gert það fyrir gildistöku samningsins einnig. Um þetta var samið í sérstakri bókun við EES-samninginn. Aðildarríki Evrópusambandsins mega á hinn bóginn ekki innheimta hærri skólagjöld af ríkisborgurum annarra ESB-ríkja en sínum eigin. Það er því rétt að vegna þess að Ísland er aðili að EES-samningnum en ekki Evrópusambandinu geta háskólar í Skotlandi, og annars staðar í Evrópusambandinu, krafið Íslendinga um hærri skólagjöld en sambandsborgara.- University of Edinburgh - Flickr.com. (Sótt 01.02.2013).
Geta háskólar í Skotlandi rukkað Íslendinga um hærri skólagjöld af því að Ísland er ekki í ESB heldur aðeins í EES? Ef svo er ekki, getur þú vísað í forsendur svarsins (niðurstöðunnar) ef þær eru til á ensku. Gæti nýst til að andmæla hærri skólagjöldum þeirra en munurinn getur verið 10.000 pund.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 1.2.2013
Efnisorð
ESB EES-samningurinn háskóli háskólar skólagjöld mismunun ríkisborgarar EFTA/EES-borgarar ESB-borgarar námsmenn starfsmenntun dómstóll Evrópusambandsins bókun
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Geta háskólar í Skotlandi krafið Íslendinga um hærri skólagjöld af því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu heldur aðeins aðili að EES-samningnum?“. Evrópuvefurinn 1.2.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64219. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Samræmist það evrópskum lögum að veita bara finnskum stúdentum afslátt á lestarmiðum í Finnlandi en ekki stúdentum frá öðrum ESB-löndum?
- Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB?
- Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?
- Hvaða áhrif hefur það á réttindi Íslendings að giftast breskum ríkisborgara hvað aðgang að háskólamenntun og greiðslu skólagjalda varðar?
- Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?
- Stendur til að hætta með Erasmus-styrki?
- Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn?