Ísland er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn frá árinu 1994. Með innri markaði er átt við frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og fólki. Íslandi ber að fylgja samkeppnisreglum ESB, nema í sjávarútvegi og landbúnaði. Þar á meðal er bann við ríkisstyrkjum sem geta haft áhrif á við...
Evrópusambandið hefur ekki eigin her á sínum snærum. Aðildarríki sambandsins starfa þó saman að öryggis- og varnarmálum og mynda hernaðarleg teymi í tengslum við ákveðin verkefni. Það er þó ávallt að frumkvæði einstakra ríkja og eru aðildarríki ekki skuldbundin til þátttöku.
Frá árinu 1999 hefur ESB stefnt að þ...
Aðild Íslands að Evrópusambandinu þjónar ákveðnum hagsmunum sambandsins. Ísland er þó bæði lítið ríki og auk þess þegar í innri markaði ESB með EES-samningnum frá árinu 1994, og því má ætla að beinir efnahagslegir hagsmunir séu takmarkaðir. ESB gæti þó haft hag af aðild Íslands að Sameiginlegri fiskveiðistefnu sam...
Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar og fyrirkomulagi virðisaukaskattsinnheimtu hins vegar. – Núverandi umhverfi póstverslunar á Íslandi býður upp á ýmsa möguleika til einföldunar óháð aðild að ESB og hefur Alþingi nýverið ákveðið a...
Evrópusambandið hefur ekki laga- eða reglusetningarvald á sviði fíkniefnamála heldur fara aðildarríkin sjálf með slíkar valdheimildir. Samkvæmt alþjóðasamningum á vegum Sameinuðu þjóðanna er kannabis (hass, marijúana (stundum kallað gras) og hassolía) skilgreint sem fíkniefni. Ríki sem aðild eiga að samningunum ha...
Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...
Kola- og stálbandalagið (KSB) frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og...
Evrópusambandið hefur verið í stöðugri þróun frá því það var stofnað fyrir rúmlega hálfri öld með sáttmálanum um Efnahagsbandalag Evrópu. Eins og nafn sáttmálans ber með sér snerist samstarfið upphaflega um efnahagssamvinnu. Hugmyndin var að auka velmegun og hagsæld með því að sameina markaði aðildarríkjanna og ge...
Í þessu svari er gert ráð fyrir því að Ísland gengi í Evrópusambandið án nokkurra undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis í tengslum við sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Við inngöngu á þessum forsendum mundu íslensk stjórnvöld þurfa að hlíta sjávarútvegsreglum ESB undantekninga...
Í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins er ekki samið um alla samningskaflana samtímis heldur er samið sérstaklega um hvern og einn, þótt einhverjir kaflar séu opnaðir eða þeim lokað á sama tíma. Betur hefur gengið að vinna úr þeim köflum sem heyra undir EES-samninginn og Schengen-samstarfið. Þá hefur það t...
Í fyrsta lagi gefur yfirlýsing Merkel og Sarkozys tilefni til að hugleiða stöðu smáríkja sem hafa barist í bökkum að undanförnu. Í öðru lagi förum við nokkrum orðum um stöðu evrukerfisins, kosti þess og galla. Þá ræðum við hugmyndir um samræmdan fyrirtækjaskatt í Þýskalandi og Frakklandi, og að lokum er hér fjalla...
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að bera saman landbúnaðarstefnu ESB og Íslands með það að markmiði að greina áhrif aðildar að ESB á íslenskan landbúnað. Umfjöllun um efnið hefur þó oft verið lituð því hvað menn telja að fengist út úr aðildarsamningum við ESB á grundvelli sérstöðu landsins svo sem norðlægra...
Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...