Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ákvarðanir - 91 svör fundust
Niðurstöður

Seðlabanki Evrópu

Seðlabanki Evrópu (e. European Central Bank, ECB) hóf formlega störf 1. janúar 1999 þegar þriðja stigi Efnahags- og myntbandalagsins (e. Economic and Monetary Union, EMU) var hrundið í framkvæmd og gengi gjaldmiðla tilvonandi evruríkja var endanlega fest. Helsta hlutverk Seðlabanka Evrópu er að fara með stjórn ...

Helstu stofnanir ESB

Leiðtogaráðið (European Council) er skipað leiðtogum aðildarríkjanna, yfirleitt forsætisráðherrum en til dæmis er Frakklandsforseti fulltrúi Frakka í ráðinu. Einnig situr í ráðinu sérstakur forseti sem undirbýr fundi þess, stýrir þeim og kemur fram í nafni ráðsins. Leiðtogaráðið heldur fundi allt að fjórum sinnum ...

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda (e. European Union Agency for Fundamental Rights, FRA) er ein af sérstofnunum Evrópusambandsins. Henni var komið á fót árið 2007 með ákvörðun ráðsins nr. 168/2007 og hefur aðsetur í Vín í Austurríki. Meginhlutverk stofnunarinnar er að sjá til þess að grundvallarréttindi einsta...

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum (e. Common Security and Defence Policy, CSDP) er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegrar stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Fyrri stefna, Evrópska stefnan í öryggis- og varnarmálum (e. European Security and Defence Policy, ESDP), var samþykkt á leiðtogafundi í Köln á...

NATO-ríkin

Aðildarríki NATO eru 28 talsins. Stofnríki bandalagsins voru Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Ítalía, Kanada, Lúxemborg, Noregur og Portúgal. Sex stækkanir hafa átt sér stað frá stofnun NATO árið 1949: Grikkland og Tyrkland gerðust aðilar árið 1952, Þýskaland árið 1955, Spánn árið...

Hver er staða smáríkja innan ESB?

Geta smáríkja til að hafa áhrif innan Evrópusambandsins er umdeild en uppbygging sambandsins veitir aðildarríkjunum ólíka möguleika. Stærri aðildarríkin hafa fleiri atkvæði í ráðinu og fleiri fulltrúa á Evrópuþinginu en þar að auki búa þau yfir meira fjármagni, mannauði og viðameiri stjórnsýslu. Smáríki hafa minni...

Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?

Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang ...

Hvaða reglur gilda um fjárlagagerð ESB?

Árleg fjárlög Evrópusambandsins byggjast á fjárhagsramma sambandsins sem yfirleitt er gerður til sjö ára í senn. Fjárhagsrammann þarf að samþykkja með atkvæðum allra aðildarríkja í ráðinu en þar að auki hefur Evrópuþingið neitunarvald yfir rammanum sem heild. Árleg fjárlög sambandsins eru sett með sérstakri lagase...

Norðurlandaráð

Norðurlandaráð var stofnað árið 1952. Það er opinber samstarfsvettvangur þjóðþinga Norðurlandanna og sjálfstjórnarsvæða þeirra. Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð voru stofnríki Norðurlandaráðsins en Finnland gerðist aðili að ráðinu árið 1955, Álandseyjar og Færeyjar árið 1970 og Grænland árið 1984. Frá lokum...

Alþjóðavinnumálastofnunin

Alþjóðavinnumálastofnunin (e. International Labour Organization, ILO) var stofnuð árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Stofnuninni var komið á fót til að vinna að auknu félagslegu réttlæti og standa vörð um grundvallarréttindi launafólks um heim allan. Frá árinu 1945 he...

Í hverju felast refsiaðgerðir ESB gegn Íran?

Þegar Evrópusambandið ákveður að beita refsiaðgerðum ber að taka tillit til þess að þær séu í samræmi við þjóðarrétt og virði mannréttindi og grundvallarréttindi einstaklinga. Valdheimildir Evrópusambandsins til að grípa til refsiaðgerða gagnvart þriðju ríkjum eru skilgreindar í 28. gr. sáttmálans um Evrópusamband...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Almenn lagasetningarmeðferð

Flestar lagagerðir Evrópusambandsins (reglugerðir, tilskipanir og ákvarðanir) eru samþykktar með almennri lagasetningarmeðferð (e. ordinary legislative procedure). Hún felst í því að Evrópuþingið og ráðið hafa samráð um mótun nýrrar gerðar og að samþykkt hennar krefjist samþykkis beggja stofnana (289. gr. sáttmála...

Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi?

Sameining Evrópu hefur oft verið á dagskrá í aldanna rás, oftast sem hugmynd en næst veruleikanum komst hún í Rómaveldi. Á síðari tímum má helst líta á Evrópusambandið sem tilraun til að stofna evrópskt stórríki og sumir halda því fram að það stefni í þá átt. En lítill áhugi virðist vera á slíku bæði hjá evrópskum...

Hver er munurinn á EFTA og ESB?

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) voru stofnuð með Stokkhólmssamningnum árið 1960. Stofnríki voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970 en nú eru aðildarríkin aðeins fjögur talsins, Liechtenstein, Noregur og Sviss auk Íslands. Í skilningi ...

Leita aftur: