Flestar lagagerðir Evrópusambandsins eru samþykktar með almennri lagasetningarmeðferð þar sem Evrópuþingið og ráðið hafa sama vægi í löggjafarferlinu. Í sérstökum tilvikum er afleidd löggjöf ESB hins vegar samþykkt af hálfu ráðsins með þátttöku Evrópuþingsins eða, í örfáum tilfellum, af hálfu Evrópuþingsins með þá...
Efnahags- og félagsmálanefnd Evrópusambandsins (e. European Economic and Social Committee) var sett á fót með Rómarsáttmálanum, árið 1957, í þeim tilgangi að ljá hagsmunahópum rödd á vettvangi sambandsins og styrkja þannig lýðræðislegt lögmæti þess. Nefndin er meðal annars skipuð fulltrúum vinnuveitenda og launþeg...
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans eru markmið öryggisráðsins að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á opnum fundi.
Ráðið gerir tillögur um fyrirkomulag v...
Kola- og stálbandalagið (KSB) frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og...
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) hefur frá upphafi verið ein helsta stofnun ESB. Stofnunin er sjálfstæð og á ekki að vera undir áhrifum aðildarríkja sambandsins (3. töluliður 17. gr. sáttmálans um Evrópusambandið (SESB) og 1. mgr. 245. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE...
Fjörutíu og sjö dómarar sitja við Mannréttindadómstól Evrópu þar sem sérhvert aðildarríki Evrópuráðsins skipar eina dómarastöðu við dómstólinn. Aðildarríkin tilnefna þrjá frambjóðendur í sitt sæti og þurfa að uppfylla þá kröfu að dómaraefnin séu af báðum kynjum. Kosning dómara fer fram á þingi Evrópuráðsins þar se...
Alþjóðavinnumálastofnunin (e. International Labour Organization, ILO) var stofnuð árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Stofnuninni var komið á fót til að vinna að auknu félagslegu réttlæti og standa vörð um grundvallarréttindi launafólks um heim allan. Frá árinu 1945 he...
Sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. Common Foreign and Security Policy, CFSP) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1993. Hún myndaði upprunalega aðra stoðina í stoðaskipulaginu þangað til það var afnumið með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009.
Sameiginlega st...
Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að taka upp í íslensk lög þann hluta í regluverki Evrópusambandsins sem lýtur að innri markaði sambandsins. Þetta gerist með ákveðnum hætti sem lýst er hér á eftir. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef það vanræ...
Skattamál eru almennt ekki á könnu ESB heldur stjórnvalda hvers aðildarríkis fyrir sig. Viss skref hafa þó verið stigin í átt að samræmingu skatta með það fyrir augum að hamla ekki virkni innri markaðarins einkum á vettvangi óbeinna skatta svo sem virðisaukaskatts og vörugjalda. Þá hafa aðildarríkin einnig aukið u...
ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...
Óhætt er að fullyrða að Evrópusambandið er einstætt ríkjasamband og að því leyti er það tæplega sambærilegt við nokkuð annað sögulegt fyrirbæri eða „kerfi í sögunni“. Það sem einkennir sambandið er annars vegar að það er samband fullvalda þjóðríkja, sem halda fast í táknræn gildi þjóðríkisins – það er þau rækta ti...
Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim...
Annars staðar á Vísindavefnum er svarað spurningunni Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt? og er þar farið yfir þær sögulegu aðstæður sem valdið hafa því að átök hafa undanfarin tæp fjörutíu ár sett svip sinn á líf íbúa Norður-Írlands.
Þegar spurt er um hvað deilurnar á Norður-Írlandi snúast er því fyrst...
Fríverslunarsamningar snúast fyrst og fremst um niðurfellingu tolla. Tollar eru hins vegar langt í frá einu hindranirnar í viðskiptum milli ríkja. EES-samningurinn er fríverslunarsamningur milli EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, og Evrópusambandsins.
***
Oft er talað um fríverslunarsvæði (...